Fara í efni

Furulundur - Lóðarmál (Samn. ágúst 1982. Seðlabanki - Seyluhreppur. )

Málsnúmer 2412115

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 64. fundur - 12.12.2024

Vegna máls nr. 2406259 - Umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíð ? Furulundur ? Grenndarkynning. Lögð fram gögn og samningur Seðlabanka Íslands og Seyluhrepps dags. ágúst 1982.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og ganga frá lóðarmálum og lóðarleigusamningum á grundvelli framlagðra gagna og gildandi reglna.

Skipulagsnefnd - 69. fundur - 05.03.2025

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 14.11.2024. Á fundinum var eftirfarandi bókað:

"Málið áður á dagskrá á 30. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 18.09.2024, eftirfarandi bókað:
"Vísað frá 56. fundi skipulagsnefndar frá 23. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "RARIK óskar eftir með tölvupósti dags. 02.07.2024 að fá lóð undir dreifistöð/spennistöð í Varmahlíð við Furulund til að auka afhendingar möguleika af raforku í Varmahlíð. Meðfylgjandi er teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um, en tryggja þarf aðgengi að húsi frá götu og strengja sem fara til og frá að spennistöðinni. Ástæða umsóknar um lóð við Furulund er til komin vegna fyrirhugaðrar hleðslustöðvar Ísorku á lóðinni Varmhlíð KS L146115. En með því að staðsetja hana á umbeðnu svæði nýtast innviðirnir einnig til að styrkja dreifikerfi RARIK á Varmahlíðarsvæðinu bæði vegna orkuskipta fyrir íbúa ásamt að nýtast til fyrir fyrirhugaðar rafbílahleðslur Ísorku. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna umbeðna lóðarstofnun fyrir eigendum Lundar L146119." Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að grenndarkynna umbeðna lóðarstofnun fyrir eigendum Lundar L146119."
"Engar umsagnir bárust við grenndarkynninguna og því lögð fram merkjalýsing fyrir lóðarstofnun lóðar fyrir spennustöð við Furulund í Varmahlíð dags. 12.11.2024. Málsnúmer hjá landeignaskrá er M001283. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna lóðarstofnun."

"Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum."


Til að afgreiða umbeðna lóðarstofnun í samræmi við lög nr. 6/2001 um skráningu, merki og mat fasteigna, skipulagslög nr. 123/2010 og reglugerð nr. 160/2024 um merki fasteigna er nauðsynlegt að ganga frá hnitsettri afmörkun og merkjalýsingu fyrir Furulund og Furulund 3, L186104. Furulundi var skipt út úr landi/lóðinni Fagrahvolli, landnr. 146111, þegar þáverandi hreppsnefnd Seyluhrepps keypti hluta lands, sem var í eigu starfsmannafélags Seðlabanka Íslands, skv. samningi dags. ágúst 1982. Furulundi 3 var skipt út úr umræddri spildu með bókun hreppsnefndar þann 12. maí 1998. Lóðamörk, sem sýnd eru á meðfylgjandi lóðayfirliti, byggja á afsalsbréfi, dags. 29.10.1933, afsali dags. 29.08.1941, samningi dags. ágúst 1982, lóðablaði dags. maí 1982, bókunum úr fundagerðarbók hreppsnefndar dags. 12.05.1998, óstaðfestri tillögu að deiliskipulagi, dags. nóv 1979 og óstaðfestri breytingartillögu að skipulagi, dags. 29.12.1983, landnýtingaruppdrætti Varmahlíðar, dags. 10.10.1983, götuhönnun fyrir Furulund frá árinu 2000, lóðablaði dags. 27.05.2005 og mælingum dags. 01.07.2024.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram, ganga frá merkjalýsingu og gera lóðarleigusamninga við hlutaðeigandi.