Fara í efni

Skólahúsnæðið að Sólgörðum í Fljótum

Málsnúmer 2410310

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 132. fundur - 06.02.2025

Lagt fram bréf, dagsett 23. október 2024, frá Ólöfu Ýrr Atladóttur eiganda og framkvæmdastjóra Sótahnjúks ehf., þar sem óskað er eftir upplýsingum um fyrirhugaða breytingu húsnæðis fyrrverandi skólahúsnæðis að Sólgörðum í Fljótum. Jafnframt er áréttaður áhugi bréfritara á að nýta húsnæðið fyrir rekstur Sótahnjúks, hafi áætlanir sveitarfélagsins breyst.

Byggðarráð upplýsir fyrirspyrjanda um að ekki liggur enn fyrir endanleg niðurstaða varðandi fyrirhugaðar breytingar á umræddu húsnæði að Sólgörðum í Fljótum en unnið er að útfærslum á uppbyggingu hagkvæms leiguhúsnæðis í Fljótum.

Í ljósi fyrirspurnarinnar og áhuga frá öðrum aðilum einnig á nýtingu fasteignarinnar, samþykkir byggðarráð samhljóða að auglýsa fasteignina til leigu til 31.12.2025, á meðan unnið er í málum varðandi uppbyggingu leiguíbúða í Fljótum.