Fara í efni

Umsagnarbeiðni mál nr 0859 2024 í Skipulagsgátt, Skilgreining nýrra efnistökusvæða Breyting á aðalskipulagi Húnabyggðar

Málsnúmer 2407039

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 55. fundur - 15.08.2024

Lagt fram að Húnabyggð hafi óskað eftir umsögn Skagafjarðar varðandi breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012- 2022. Kynningartíminn er liðinn en hann var frá 3.7.2024 til 3.08.2024 á meðan skipulagnefndin var í sumarleyfi.

Skipulagsnefnd - 70. fundur - 21.03.2025

Húnabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:

Skilgreining nýrra efnistökusvæða, nr. 0859/2024: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi). Breytingin er til komin vegna áforma Vegagerðarinnar að endurbyggja hluta Vatnsdalsvegar og hluta Svínvetningarbrautar en þær framkvæmdir eru í undirbúningi. Breyting á aðalskipulagi felast í því að þrjú (fimm) ný efnistökusvæði verða skilgreind í aðalskipulagi auk þess sem lýsing á einu efnistökusvæði breytist.
Kynningartími er frá 10.3.2025 til 24.4.2025. Sjá nánar á vef Skipulagsgáttarinnar mál nr. 859/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/859).

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við aðalskipulagsbreytingu Húnabyggðar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 37. fundur - 08.04.2025

Vísað frá 70. fundi skipulagsnefndar frá 21. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Húnabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:

Skilgreining nýrra efnistökusvæða, nr. 0859/2024: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi). Breytingin er til komin vegna áforma Vegagerðarinnar að endurbyggja hluta Vatnsdalsvegar og hluta Svínvetningarbrautar en þær framkvæmdir eru í undirbúningi. Breyting á aðalskipulagi felast í því að þrjú (fimm) ný efnistökusvæði verða skilgreind í aðalskipulagi auk þess sem lýsing á einu efnistökusvæði breytist.
Kynningartími er frá 10.3.2025 til 24.4.2025. Sjá nánar á vef Skipulagsgáttarinnar mál nr. 859/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/859).

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við aðalskipulagsbreytingu Húnabyggðar."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atvkæðum að ekki verði gerð athugasemd við aðalskipulagsbreytingu Húnabyggðar