Fara í efni

Umhverfisdagar 2024

Málsnúmer 2404146

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1. fundur - 22.04.2024

Landbúnaðar- og innviðanefnd leggur til að umhverfisdagar sveitarfélagsins verði færðir til 7.-14. júní. Á því tímabili eru einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki á svæðinu hvött til að taka þátt í þeim. Íbúar eru hvattir til þess að taka til hjá sér, losa sig við rusl af lóðum, þ.m.t. bílhræjum, sækja um stöðuleyfi þar sem það á við og ganga snyrtilega um gámasvæði. Sveitarfélagið vonast til að vel verði við brugðist, þannig að ásýnd sveitarfélagsins batni til muna frá því sem nú er.
Landbúnaðar- og innviðanefnd hvetur alla íbúa til að sameinast í átakinu um að ganga vel um.

Landbúnaðar- og innviðanefnd vill minna lóðarhafa á að skylt er að halda vexti trjáa og runna á lóðum innan lóðarmarka og íbúar eru hvattir til að huga að því sérstaklega við götur og gangstíga og klippa gróðurinn og stuðla þannig að auknu öryggi vegfarenda.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir að tekið verði gjaldfrjálst við úrgangi frá einstaklingum svo sem blandaður byggingarúrgangur, blandaður úrgangur í urðun og málað/fúavarið timbur. Söfnunin fer fram á móttökustöðvum á opnunartíma þeirra. Jafnframt verður rætt við Íslenska gámafélagið um söfnun á járni í dreifbýli.

Landbúnaðar- og innviðanefnd felur sviðsstjóra að auglýsa viðburðinn og vinna málið áfram.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 3. fundur - 16.05.2024

Undir þessum dagskrárlið mæta Sigurjón Þórðarson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og Þorsteinn Þorvarðarson starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra til að ræða úrræði sem hægt er að beita til fegrunar umhverfis. Tilefnið eru Umhverfisdagar Skagafjarðar 7.-14. júní næstkomandi.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir að skora á fyrirtæki og einstaklinga til sjávar og sveita að taka til og fegra sitt nærumhverfi. Jafnframt minnum við á að einstaklingar geta losað sig við úrgang gjaldfrjálst á móttökustöðvum sveitarfélagsins. Jafnframt ákveðið að skrifa þeim aðilum sem leigja aðstöðu á gámasvæðum sveitarfélagsins og skora á þá að fegra sitt svæði. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.