Fara í efni

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur

Málsnúmer 2401114

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 80. fundur - 17.01.2024

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 9. janúar 2024, frá innviðaráðherra. Í bréfinu er fjallað um niðurstöðu dómsmáls Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna úthlutunar úr sjóðnum þar sem héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi borginni í vil. Með dómnum var ríkinu gert að greiða Reykjavíkurborg tæpa 3,4 milljarða króna, auk vaxta og dráttarvaxta en með þeim gæti fjárhæðin numið um 5,5 milljörðum króna. Dómnum hefur þegar verið áfrýjað. Á meðan málið er í ferli verður beðið með framlagningu frumvarps um heildarendurskoðun laga um Jöfnunarsjóð.
Byggðarráð Skagafjarðar telur eðlilegt og rétt skref að dómnum hafi verið áfrýjað enda leiðir óbreytt niðurstaða til mögulegrar skerðingar framlaga til allra sveitarfélaga í landinu af hálfu Jöfnunarsjóðs, komi ekki til aukinna framlaga ríkisins. Við slíka skerðingu verður ekki unað.