Fara í efni

Sala á Lækjarbakka 5

Málsnúmer 2401056

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 79. fundur - 10.01.2024

Á 69. fundi byggðarráðs Skagafjarðar var samþykkt að auglýsa og selja fasteignina Lækjarbakka 5 og var sú ákvörðun staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Undir þessum dagskrárlið kom Sunna Björk Atladóttir frá Fasteignasölu Sauðárkróks til fundarins.
Alls bárust 4 tilboð í fasteignina Lækjarbakka 5 áður en tilboðsfrestur rann út 8. janúar sl. Tilboð bárust frá Agnari H. Gunnarssyni; Friðrik Smára Stefánssyni og Rikke Busk; Sigurði Bjarna Sigurðssyni og Sif Kerger og að lokum Valdimar Bjarnasyni og Ragnhildi Halldórsdóttur.
Byggðarráð samþykkir að fela fasteignasala að gera gagntilboð til hæstbjóðanda.

Byggðarráð Skagafjarðar - 80. fundur - 17.01.2024

Málið áður tekið fyrir á 79. fundi byggðarráðs Skagafjarðar.
Alls bárust 4 tilboð í fasteignina Lækjarbakka 5 áður en tilboðsfrestur rann út 8. janúar sl. Tilboð bárust frá Agnari H. Gunnarssyni; Friðriki Smára Stefánssyni og Rikke Busk; Sigurði Bjarna Sigurðssyni og Sif Kerger og að lokum Valdimar Bjarnasyni og Ragnhildi Halldórsdóttur.
Byggðarráð samþykkti á 79. fundi að fela fasteignasala að gera gagntilboð til hæstbjóðanda enda innihélt tilboð hæstbjóðanda lakari greiðslutilhögun en önnur tilboð; teldist það því óbreytt lakara en tilboð næstbjóðanda. Því gagntilboði var hafnað og samþykkti byggðarráð því að ganga að tilboði næstbjóðanda, Friðriki Smára Stefánssyni og Rikke Busk að upphæð 39 milljónir króna, í samræmi við umboð sem byggðarráðsfulltrúar veittu sveitarstjóra.

Byggðarráð Skagafjarðar - 93. fundur - 17.04.2024

Lagður fram tölvupóstur frá Fasteignasölu Sauðárkróks, dags. 12. apríl 2024, þar sem fjallað er um ástand fasteignarinnar Lækjarbakka 5, sem sveitarstjórn tók ákvörðun um sölu á, 17. janúar 2024. Í ljós hefur komið að þak bílskúrsins er í talsvert verra ástandi en hægt var að gera sér grein fyrir og hefur kaupandi farið fram á afslátt af lokagreiðslu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að falla frá lokagreiðslu að upphæð 1. m.kr.