Fara í efni

Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um skatta og gjöld

Málsnúmer 2311166

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 72. fundur - 22.11.2023

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál, frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Umsagnarfrestur er til 1. desember nk.

Byggðarráð Skagafjarðar - 73. fundur - 29.11.2023

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál, frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Umsagnarfrestur er til 1. desember nk.
Byggðarráð Skagafjarðar gerir athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp.
Í fyrsta lagi er eðlilegt að frumvarpið endurspegli stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi gistináttagjalds í samvinnu við ferðaþjónustuna og sveitarfélög landsins með það að markmiði að sveitarfélögin njóti góðs af gjaldtökunni.
Í öðru lagi vinnur frumvarpið mjög gegn því að dreifa ferðamönnum um landið, álagi vegna þeirra og tekjum, með því að fella á brott tollfrelsi til handa skemmtiferðaskipum í innanlandssiglingum. Þar er átt við skip sem taka farþega um borð hér á landi, sigla með þá á milli hafna hér á landi og skila þeim aftur í land hér á landi, oft kölluð leiðangursskip. Verði frumvarpið að lögum er viðbúið að þessi minni skip hætti að koma til landsins. Dreifing ferðamanna um landið mun þannig minnka verulega, tekjur hafna og ferðaþjónustufyrirtækja skerðast og tekjur ríkisins í formi vitagjalds mun einnig skerðast. Minni hafnir landsins og svæði eins og Norðurland vestra verður af mikilvægum tekjum af komu ferðamanna sem mun hafa áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á svæðum sem síst mega við slíkri tekjuskerðingu.