Umhverfis- og samgöngunefnd - 15
Málsnúmer 2306003F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 15. fundur - 28.06.2023
Fundargerð 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 15. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Hrefna Jóhannesdóttir, Sveinn F Úlfarsson, Einar E Einarsson og Guðlaugur Skúlason kvöddu sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Á fundi byggðaráðs 17.05. sl. lagði Álfhildur Leifsdóttir fram svohljóðandi tillögu:
"VG og óháð leggja fram þá tillögu að finna góða og áberandi staði í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins til að mála þar í litum regnbogans fyrir sumarið og endurspegla þannig fjölbreytileika samfélagsins alls."
Með hliðsjón af þeirri umræðu sem verið hefur í umhverfis- og samgöngunefnd um liti regnbogans til heiðurs fjölbreytileika mannlífsins samþykkir byggðarráð að vísa erindinu til afgreiðslu nefndarinnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vinnur verkefnið áfram í samráði við íbúasamtök, á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Fundagerðir Hafnasambands Íslands nr. 452, og 453 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Erindi barst varðandi útbreiðslu njóla í Varmahlíðarhverfinu að hvað hægt er að gera til að sporna við útbreiðslu hans.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir ábendinguna og tekur undir með málshefjanda mikilvægi þess að ásýnd sveitarfélagsins sé til okkur til sóma, þar með talið umhirða grænna svæða.
Umræða um umhirðu grænna svæða í sveitarfélaginu hefur í gegnum tíðina verið á þann veg að óskað hefur verið eftir því að sveitarfélagið sjái um aðgerðir, jafnvel út fyrir landamörk sveitarfélagsins. Öll umhirða sem garðyrkjudeildin sér um miðast við þéttbýlisstaðina. Þetta sumarið eru fimm unglingar í unglingavinnu á vegum sveitarfélagsins og því er ljóst að forgangsraða þarf verkefnum. Börn í 7. bekk grunnskólans munu koma inn síðar í sumar og verður mikill liðsauki af þeim við m.a. að vinna að því að hefta útbreiðslu njóla. Garðyrkjudeildin er í sífellu að skoða leiðir til þess að nýta mannskap og tækjabúnað sem best.
Umhverfis- og samgöngunefnd telur brýnt að móta stefnu um græn svæði sveitarfélagsins, hverjum verði að sinna og hverjum megi sinna ef tækifæri gefst. Íbúar eru margir mjög áhugasamir um að þessu sé sinnt vel og með samhentu átaki sveitarfélagins og íbúa þá er hægt að hefta útbreiðslu þeirra plantna sem ástæða þykir til að halda niðri eða útrýma.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggst alfarið gegn notkun eiturefna á sínum vegum og telur mikilvægt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir, svo sem hvernig megi hindra að tegundir sem skilgreindar eru illgresi nái að sá sér út.
Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur íbúa og fyrirtæki á svæðinu til að leggja verkefninu lið.
Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 27. apríl sl. og einnig tekið fyrir á fundi sveitastjórnar 10. maí sl.
Gerð hefur verið kostnaðaráætlun vegna lagfæringar Faxa og undirstöðu. Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu verkefnisins.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að ákvörðun um viðgerð á Faxa verði frestað þar sem verkefnið er ekki á fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Jafnframt samþykkir nefndin að vísa málinu til Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar þar sem verkefnið fellur undir menningarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Verkfræðistofan Efla hefur unnið skýrslu um stæðni jarðlaga vegna sjáanlegs sigs í Nöfunum í hluta bæjarins, þar sem byggðin kúrir undir brekkufótnum, nánar tiltekið við Skógargötu, Brekkugötu og Lindargötu. Síðastliðið haust voru boraðar rannsóknarholur á svæðinu með það að markmiði að gera jarðtæknilega útreikninga og leggja mat á skriðuhættu á svæðinu. Vinnan var sett af stað í kjölfar skriðufalla sem urðu í Varmahlíð í lok júní 2021. Athyglin beinist að þessum hluta byggðarinnar á Sauðárkróki og hvort mögulega sé hætta á sambærilegum atburðum þar.
Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs upplýsti um stöðuna. Aðgerðir eru hafnar í samræmi við tillögur Eflu og verið er að ákveða næstu skref. Brýnt er að upplýsa íbúa um stöðu mála og stefnt er á að halda upplýsingafund í lok sumars. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Vinna við gerð útboðsgagna vegna snjómoksturs á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð er langt komin. Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu verkefnisins.
Útboðsgögn verða send út um miðjan júlí og vegna umfangs verksins verður það boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Verkið verður boðið út í þremur hlutum. Sviðstjóra er falið að ljúka framkvæmd útboðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Vegna uppbyggingar á iðnaðarsvæði á Sauðárkróki þarf að færa til móttökustað fyrir garðaúrgang.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að móttaka á garðaúrgangi verði færð að moldartipp sveitarfélagsins við Sauðármýri. Sviðstjóra falið að undirbúa móttöku garðaúrgangs á svæðinu í samráði við garðyrkjustjóra. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 15 Rætt um frágang á 70m2 leiksvæði austan við sundlaugina á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkti á fundi nr. 52. 14 júní að vísa málinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræður sem fram fóru á fundinum.
Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum.