Fara í efni

Ungmennaþing haustið 2023

Málsnúmer 2305176

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 52. fundur - 14.06.2023

Lagðir fram tölvupóstar dagsettir 9. og 23. maí 2023 frá SSNV varðandi Ungmennaþing haustið 2023. Á fundi stjórnar SSNV þann 7. febrúar 2023 var samþykkt að halda ungmennaþing á þessu ári og stefnan er að það verði haldið í byrjun október. Markmiðið með ungmennaþinginu er að fá rödd unga fólksins inn í samráðsvettvang sóknaráætlunar. Hugmyndin er að bjóða 4 ungmennum á aldrinum 14-20 ára frá hverju sveitarfélagi til að taka þátt á þinginu.
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið sendi fulltrúa til þingsins og vísar því til ungmennaráðs sveitarfélagsins að tilnefna fulltrúa á ungmennaþingið.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 16. fundur - 28.09.2023

Ungmennaþing á vegum SSNV verður haldið þann 5. október nk. á Blönduósi. Markmið þingsins er að valdefla ungt fólk í landshlutanum og standa að vettvangi þar sem þeim gefst tækifæri til þess að tjá skoðanir sínar. Þemað á þessu fyrsta ungmennaþingi SSNV verður umhverfismál og nýsköpun. Ungmennaþing hefur verið kynnt fyrir Ungmennaráði Skagafjarðar. Frá Skagafirði munu mæta 4-5 ungmenni auk frístundastjóra.
Nefndin fagnar framtaki SSNV.