Almennt mál á fundi Öldungaráðs
Málsnúmer 2304080
Vakta málsnúmerÖldungaráð - 3. fundur - 08.01.2026
Ingimar Jóhannsson varaformaður í stjórn FEBS og Sveinn Úlfarsson sveitarstjórnarfulltrúi sátu einnig fundinn.
Eftirfarandi mál voru rædd:
1. Starfsmenn ráðsins Stefanía Sif forstöðumaður stuðings- og stoðþjónustu og Gréta Sjöfn leiðtogi voru með kynningu á helstu verkefnum sem eru í vinnslu hjá fjölskyldusviði nú í janúar og snýr að eldra fólki s.s. vitndavakningu um félagslega einangrun og viðburð sem stefnt er að halda í janúar í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, heimsóknavini sem er samstarfsverkefni félagsþjónustu, Kirkjunnar og Rauða krossins í hér í Skagafirði. Samstarf við stjórn FEBS, CareOne heimaþjónustukerfi sem stefnt er að verði tekið í notkun nú í febrúar, dagdvöl aldraðra og stuðnings- og stoðþjónustu, umsóknir og þjónusta og samskipti við ráðuneyti um endurmat á samningi um dagdvalarrými.
2. Húsnæðismál eldra fólks. Umræður um húsnæðismál s.s. þjónustuíbúðir og húsnæðissamvinnufélög.
3. Aðstaða fyrir gróft handverk. Rætt um aðstöðu fyrir þá sem vilja vinna gróft handverk s.s. smíði. Fram kom að það vantar slíka aðstöðu, rætt um að skoða hvað Mosfellsbær hefur verið að vinna að sem kallast " karlar í skúrum" sem er félagsskapur og aðstaða þar sem karlar geta komið saman, spjallað og nýtt hæfileika sína.
3. Netnotkun og rafræn skil á opinberum gögnum rædd.
4. Tíðni funda og verkefni ráðsins. Ákveðið að funda eftir páska í apríl. Nefndarfólk sendir inn tillögur að málum á dagskrá.
1. Starfsmenn ráðsins Stefanía Sif forstöðumaður stuðings- og stoðþjónustu og Gréta Sjöfn leiðtogi voru með kynningu á helstu verkefnum sem eru í vinnslu hjá fjölskyldusviði nú í janúar og snýr að eldra fólki s.s. vitndavakningu um félagslega einangrun og viðburð sem stefnt er að halda í janúar í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, heimsóknavini sem er samstarfsverkefni félagsþjónustu, Kirkjunnar og Rauða krossins í hér í Skagafirði. Samstarf við stjórn FEBS, CareOne heimaþjónustukerfi sem stefnt er að verði tekið í notkun nú í febrúar, dagdvöl aldraðra og stuðnings- og stoðþjónustu, umsóknir og þjónusta og samskipti við ráðuneyti um endurmat á samningi um dagdvalarrými.
2. Húsnæðismál eldra fólks. Umræður um húsnæðismál s.s. þjónustuíbúðir og húsnæðissamvinnufélög.
3. Aðstaða fyrir gróft handverk. Rætt um aðstöðu fyrir þá sem vilja vinna gróft handverk s.s. smíði. Fram kom að það vantar slíka aðstöðu, rætt um að skoða hvað Mosfellsbær hefur verið að vinna að sem kallast " karlar í skúrum" sem er félagsskapur og aðstaða þar sem karlar geta komið saman, spjallað og nýtt hæfileika sína.
3. Netnotkun og rafræn skil á opinberum gögnum rædd.
4. Tíðni funda og verkefni ráðsins. Ákveðið að funda eftir páska í apríl. Nefndarfólk sendir inn tillögur að málum á dagskrá.