Reimar Marteinsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga óskar eftir að fá úthlutaðri lóð við Borgarflöt 33 samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd í verki nr. 30370001 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Fyrirhugað er að koma upp á lóðinni sjálfvirkri bílaþvottastöð sem nýtast fyrirtækinu og almenningi. Fyrirhuguð bílaþvottastöð er 96 m2 bygging með að- og frákeyrslu. Í skoðun er að samnýta plan Olís fyrir inn- og útkeyrslu af lóð.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hafna umsókninni um lóð sem hefur ekki verið stofnuð né auglýst laus til úthlutunar en bendir jafnframt á að lausar iðnaðar- og athafnarlóðir eru inni á kortasjá sveitarfélagsins á Sauðárkróki.
Fyrirhugað er að koma upp á lóðinni sjálfvirkri bílaþvottastöð sem nýtast fyrirtækinu og almenningi. Fyrirhuguð bílaþvottastöð er 96 m2 bygging með að- og frákeyrslu. Í skoðun er að samnýta plan Olís fyrir inn- og útkeyrslu af lóð.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hafna umsókninni um lóð sem hefur ekki verið stofnuð né auglýst laus til úthlutunar en bendir jafnframt á að lausar iðnaðar- og athafnarlóðir eru inni á kortasjá sveitarfélagsins á Sauðárkróki.