Fara í efni

Skagafjörður (5716), fjárhagsáætlun 2022, viðauki 3

Málsnúmer 2210180

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 18. fundur - 19.10.2022

Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukinn felur í sér verðlagsbreytingar á langtímaskuldum sveitarfélagsins og stofnana þess. Verðlagshækkunin er áætluð 240.611 þús.kr. Einnig er gert ráð fyrir auknu framkvæmdafé til gatnagerðar að fjárhæð 12.000 þkr., til hafnarframkvæmda 36.615 þkr. og borunar eftir heitu vatni í Varmahlíð 30.000 þkr. Viðaukanum verði mætt með aukinni lántöku að fjárhæð 100 mkr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022

Visað frá 18. fundi byggðarráðs frá 19. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukinn felur í sér verðlagsbreytingar á langtímaskuldum sveitarfélagsins og stofnana þess. Verðlagshækkunin er áætluð 240.611 þús.kr. Einnig er gert ráð fyrir auknu framkvæmdafé til gatnagerðar að fjárhæð 12.000 þkr., til hafnarframkvæmda 36.615 þkr. og borunar eftir heitu vatni í Varmahlíð 30.000 þkr. Viðaukanum verði mætt með aukinni lántöku að fjárhæð 100 mkr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.