Fara í efni

Minningardagur um fórnarlömb umferðaslysa

Málsnúmer 2210159

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 18. fundur - 19.10.2022

Lagt fram til kynningar bréf frá innviðaráðuneyti, dagsett 5. október 2022, þar sem tilkynnt er um að sunnudaginn 20. nóvember 2022, verði haldinn hér á landi alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður óvörðum vegfarendum og minningarviðburðir verða víða um landið.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 6. fundur - 19.10.2022

Sunnudaginn 20. nóvember 2022 verður haldinn hér á landi alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðaslysa. Í ár er ætlunin að halda minningarstund á þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi. Auk þess verða minningarviðburðir um land allt.

Nefndin hvetur alla sem hafa tök á að taka þátt í minningarviðburðum í tengslum við daginn og vill um leið koma þakklæti til sjálfboðaliða og starfsstétta sem veita hjálp, björgun og aðhlynningu þegar slys á sér stað.