Fara í efni

Bilað hljóðkerfi í íþróttahúsinu á Sauðárkróki

Málsnúmer 2210120

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 24. fundur - 30.11.2022

Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra dagsett 28. nóvember 2022 varðandi tilboð í nýtt hljóðkerfi fyrir íþróttahúsið á Sauðárkróki. Hljóðkerfi íþróttahússins er bilað og enginn hátalaranna virkur. Frístundastjóri hafði samband við fjögur fyrirtæki og fékk tilboð frá þremur.
Byggðarráð samþykkir að taka lægsta tilboði frá Exton og gjaldfærist á rekstur íþróttahússins.