Fara í efni

Merkigarður (landnr. 146206) - tillaga að deiliskipulagi.

Málsnúmer 2208037

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 5. fundur - 25.08.2022

Anna Halla Emilsdóttir, Halldór Tryggvason og Erla Hleiður Tryggvadóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Merkigarðs, landnúmer 146206, í Tungusveit óska eftir því að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar sem unnin var á kostnað landeiganda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi skipulagsgögn eru skipulagsuppdrættir DS01 og DS02, útg. 28.07.2022, ásamt skipulagsgreinargerð útg. 1.0, dags. 28.07.2022, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Tillagan gerir ráð fyrir 18 frístundalóðum innan frístundasvæðis nr. F-19 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, byggingarreitum, heimreiðum og lagnaleiðum ásamt byggingarskilmálum.
Áður var lögð fram skipulagslýsing útg. 1.0 fyrir skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 26. júní 2017 þegar Aðalskipulags Skagafjarðar 2009-2021 var í gildi. Skipulagslýsing var auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga þar um og bárust 3 umsagnir/athugasemdir sem voru hafðar til hliðsjónar við vinnslu deiliskipulagsins. Þann 13. janúar 2020 tók skipulags- og byggingarnefnd fyrir skipulagslýsingu útg. 2.0. Í bókun kemur fram að breytingu á landnotkun yrði vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sem þá stóð yfir.
Nú hefur Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 tekið gildi og meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Merkigarð samræmist meginforsendum í gildandi aðalskipulagi um landnotkun og gengur ekki framúr skilmálum aðalskipulags um hámarksfjölda húsa.
Óskað er eftir því að tillagan að deiliskipulagi verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hljóti í framhaldi meðferð skv. 42. gr. laganna.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Merkigarð (landnr. 146206) í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.


Sveitarstjórn Skagafjarðar - 4. fundur - 14.09.2022

Vísað frá 5. fundi skipulagsnefndar frá 25. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Anna Halla Emilsdóttir, Halldór Tryggvason og Erla Hleiður Tryggvadóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Merkigarðs, landnúmer 146206, í Tungusveit óska eftir því að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar sem unnin var á kostnað landeiganda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi skipulagsgögn eru skipulagsuppdrættir DS01 og DS02, útg. 28.07.2022, ásamt skipulagsgreinargerð útg. 1.0, dags. 28.07.2022, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Tillagan gerir ráð fyrir 18 frístundalóðum innan frístundasvæðis nr. F-19 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, byggingarreitum, heimreiðum og lagnaleiðum ásamt byggingarskilmálum.
Áður var lögð fram skipulagslýsing útg. 1.0 fyrir skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 26. júní 2017 þegar Aðalskipulags Skagafjarðar 2009-2021 var í gildi. Skipulagslýsing var auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga þar um og bárust 3 umsagnir/athugasemdir sem voru hafðar til hliðsjónar við vinnslu deiliskipulagsins. Þann 13. janúar 2020 tók skipulags- og byggingarnefnd fyrir skipulagslýsingu útg. 2.0. Í bókun kemur fram að breytingu á landnotkun yrði vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sem þá stóð yfir.
Nú hefur Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 tekið gildi og meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Merkigarð samræmist meginforsendum í gildandi aðalskipulagi um landnotkun og gengur ekki framúr skilmálum aðalskipulags um hámarksfjölda húsa.
Óskað er eftir því að tillagan að deiliskipulagi verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hljóti í framhaldi meðferð skv. 42. gr. laganna.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Merkigarð (landnr. 146206) í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010."

Sveitarstjórn Skagafjaðar samþykkir með 9 atkvæðum, að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Merkigarð (landnr. 146206) í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010."

Skipulagsnefnd - 14. fundur - 01.12.2022

Farið yfir innsendar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna Merkigarður í Tungusveit.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.