Fara í efni

Umsagnarbeiðni um matsáætlun Sauðárkrókshafnar

Málsnúmer 2207034

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 3. fundur - 20.07.2022

Þann 13. júní 2022 móttók Skipulagsstofnun matsáætlun frá Sveitarfélaginu Skagafirði og Skagafjarðarhöfnum, vegna umhverfismats Sauðárkrókshafnar.
Skipulagsstofnun kynnir framkvæmdina og matsáætlunina með auglýsingu frá 7. júlí til og með 5. ágúst 2022. Matsáætlun liggur frammi hjá Skipulagsstofnun og hjá skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er jafnframt aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar á www.skipulag.is.

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögnum lögboðinni umsagnaraðila.
Frestur almennings og umsagnaraðila til að skila umsögnum er til 5. ágúst 2022. Sveitarfélagið Skagafjörður mun fá sendar umsagnir með tölvupósti jafnóðum og þær berast og hefur þá 3 virka daga eftir að síðasta umsögn berst til að koma á framfæri svörum eða frekari upplýsingum. Taki framkvæmdaraðili sér lengri frest, lengist þá frestur Skipulagsstofnunar til að ljúka áliti sem því nemur. Gert er ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun liggi fyrir 26. ágúst 2022.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða matsáætlun.

Byggðarráð Skagafjarðar - 7. fundur - 20.07.2022

Vísað frá 3. fundi skipulagsnefndar dags 20. júlí 2022 þannig bókað:
Þann 13. júní 2022 móttók Skipulagsstofnun matsáætlun frá Sveitarfélaginu Skagafirði og Skagafjarðarhöfnum, vegna umhverfismats Sauðárkrókshafnar.
Skipulagsstofnun kynnir framkvæmdina og matsáætlunina með auglýsingu frá 7. júlí til og með 5. ágúst 2022. Matsáætlun liggur frammi hjá Skipulagsstofnun og hjá skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er jafnframt aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar á www.skipulag.is.
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögnum lögboðinna umsagnaraðila.
Frestur almennings og umsagnaraðila til að skila umsögnum er til 5. ágúst 2022. Sveitarfélagið Skagafjörður mun fá sendar umsagnir með tölvupósti jafnóðum og þær berast og hefur þá 3 virka daga eftir að síðasta umsögn berst til að koma á framfæri svörum eða frekari upplýsingum. Taki framkvæmdaraðili sér lengri frest, lengist þá frestur Skipulagsstofnunar til að ljúka áliti sem því nemur. Gert er ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun liggi fyrir 26. ágúst 2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða matsáætlun.
Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með þremur atkvæðum.