Þjónustusvið sveitarfélagsins hefur gert tillögu að frekari merkingum á gangbrautum við umferðarþungar götur á Sauðárkróki. Tillagan gengur út á að merkja upp og lýsa allt að 20 þveranir sem ekki hafa verið merktar hingað til.
Ljóst er að verkefnið er kostnaðarsamt og rúmast ekki innan fjárhagsramma þessa árs. Haldið verður áfram að vinna að verkinu eins og hægt er á þessu ári og áframhaldinu verður forgangsraðað með öryggi gangandi vegfarenda að leiðarljósi. Tryggja þarf verkefninu fjármögnun á næstu árum.
Ingvar Gýgjar Sigurðsson verkefnastjóri þjónustudeildar sat fundinn undir þessum llið.
Ljóst er að verkefnið er kostnaðarsamt og rúmast ekki innan fjárhagsramma þessa árs. Haldið verður áfram að vinna að verkinu eins og hægt er á þessu ári og áframhaldinu verður forgangsraðað með öryggi gangandi vegfarenda að leiðarljósi. Tryggja þarf verkefninu fjármögnun á næstu árum.
Ingvar Gýgjar Sigurðsson verkefnastjóri þjónustudeildar sat fundinn undir þessum llið.