Fara í efni

Viðvík land 178681 - Umsókn um staðfestingu á hnitsettum landamerkjum og byggingarreit.

Málsnúmer 2205197

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 1. fundur - 20.06.2022

Kári Ottósson þinglýstur eigandi landsspildunnar Viðvík land (landnr. 178681) óska eftir heimild til að stofna 450 m² byggingarreit undir íbúðarhús á landsspildunni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 72091001, dags. 17. maí 2022. Þá er óskað eftir skráningu á hnitsettri afmörkun landsins í landeignaskrá Þjóðskrár Íslands, eins og hún er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti S01, dags. 17. maí 2022. Hnitsett afmörkun landsins, á meðfylgjandi uppdrætti, er skv. þinglýstu skjali nr. 746/1995. Stærð landsins er 7,5 ha (75.000 m²). Kári Ottósson þinglýstur eigandi Viðvíkur lands, L178681, er þinglýstur eigandi aðliggjandi landeigna. (Ekki er verið að sækja um breytingu á ytri afmörkun Viðvíkur lands, L178681.)

Skipulagsnefnd samþykkir afmörkun landspildunnar og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.