Fara í efni

VH-22 útborun borholu í Varmahlíð.

Málsnúmer 2203036

Vakta málsnúmer

Veitunefnd - 1. fundur - 21.06.2022

Vegna seinkunar á afhendingu búnaðar sem þarf til verksins verður seinkun á því að framkvæmdir hefjist. Áætlun gerir ráð fyrir að borun hefjist um miðjan ágúst næstkomandi.

Farið var yfir skýrslu Ísor um borun holu VH-22 og mikilvægi jarðhitasvæðisins í Varmahlíð.

Veitunefnd - 3. fundur - 13.10.2022

Útborun holu VH-22 hófst þann 20. september síðastliðinn. Hingað til hefur borun ekki borið árangur en borun verður haldið áfram um sinn. Mikill vöxtur er í byggðinni í Varmahlíð og í sveitunum sem tengjast hitaveitunni í Varmahlíð. Til að mæta aukinni orkuþörf og auka samtímis rekstraröryggi veitunnar er því mjög mikilvægt að árangur náist við þetta verkefni.

Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið.