Fara í efni

Samráð; Frumvarp um breytingu á lögum nr. 78 2002 um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar

Málsnúmer 2201279

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1001. fundur - 02.02.2022

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. janúar 2022 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 21/2022, "Frumvarp um breytingu á lögum nr. 78/2002 um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar". Umsagnarfrestur er til og með 11.02.2022.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir ánægju sinni með áform um breytingu á lögum nr. 78/2002 um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar, sem hefur það að markmiði að tryggja einfaldara og sanngjarnara kerfi í kringum mótframlag ríkisins vegna kaupa á varmadælum. Ljóst er að hvatar til aukinnar notkunar varmadæla á köldum svæðum sem njóta ekki húshitunar með jarðvarma geta skilað umtalsverðum ávinningi til lengri tíma litið fyrir neytendur, ríkið og raforkukerfið í heild sinni. Orkusparnaður í kjölfar aukinnar notkunar varmadæla getur skipt verulegu máli í þeim orkuskiptum sem framundan eru.