Kynningarfundur vegna greininga á útfærslum í innheimtu sveitarfélaga
Málsnúmer 2201260
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1001. fundur - 02.02.2022
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 27. janúar 2022. Samband íslenskra sveitarfélaga efnir til opins stafræns kynningarfundar fimmtudaginn 3. febrúar 2022, kl. 12:00-13:30 um innleiðingu breytinga á innheimtu sveitarfélaga fyrir úrgangsmeðhöndlun. Fundurinn kallast "Borgað þegar hent er - greining á útfærslum í innheimtu sveitarfélaga fyrir úrgangsmeðhöndlun". Þann 1. janúar 2023 koma til framkvæmda breytingar á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs um að innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs skuli vera sem næst raunkostnaði niður á hvern aðila. Slík aðgerð við innheimtu byggist á mengunarbótareglunni þar sem hver og einn borgar fyrir það sem hann hendir (e. Pay as you throw).