Fara í efni

Umsókn um styrk vegna fráveitu 2021

Málsnúmer 2201138

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 188. fundur - 10.02.2022

Sveitarfélagið hefur sótt um styrk vegna hönnunar á fyrirhuguðum framkvæmdum við fráveitukerfi Sauðárkróks. Sótt er um til Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins. Styrkveitingar geta numið allt frá 15 - 30 % af heilarkostnaði styrkhæfra fráveituframkvæmda. Fyrirhugað er að veita allt að 600 milljónum króna í styrki í þennan málflokk á næstu árum.

Gert er ráð fyrir að forhönnun, endanlegri áfangaskiptingu og kostnaðaráætlun við verkefnið ljúki á þessu ári.