Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Drangey, dagsett 9. janúar 2022. Klúbburinn hefur stutt og kostað ristilspeglunarverkefni við HSN á Sauðárkróki síðastliðin sjö ár. Í bréfinu kemur fram að í nóvember 2021 hafi klúbbnum verið tilkynnt um að stöðva ætti verkefnið frá og með 1. janúar 2022 vegna þess að ríkið hyggðist hefja skimun á landsvísu á þessu ári og að verkefnið væri of kostnaðarsamt fyrir stofnunina. Kiwanisklúbburinn Drangey mun því ekki ganga frekar eftir greiðslum samkvæmt styrktarsamningum sem gerðir hafa verið. Þakkar klúbburinn fyrir veitta styrki til þessa verkefnis. Byggðarráð vill koma á framfæri þakklæti til Kiwanisklúbbsins Drangeyjar fyrir að standa að þessu mikilvæga verkefni og ljóst er að það hefur borið góðan árangur.
Byggðarráð vill koma á framfæri þakklæti til Kiwanisklúbbsins Drangeyjar fyrir að standa að þessu mikilvæga verkefni og ljóst er að það hefur borið góðan árangur.