Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 186

Málsnúmer 2112009F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 420. fundur - 12.01.2022

Fundargerð 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 15. desember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 420. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. StefánVagn Stefánsson, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Fundargerðir nr. 437, 438, 439 og 440 frá stjórn Hafnarsambands Íslands lagðar fram til kynningar. Einnig var farið yfir dóm frá Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 8. nóvember sl. þar sem úrskurðað var um ágreining Hafnarsjóðs Norðurþings og rekstraraðila í Húsavíkurhöfn.

    Hafnarstjóri og sviðsstjóri fara yfir dóminn. Dómur þessi hefur fordæmisgildi.

    Dagur Þór Baldvinsson sat fundinn undir þessum lið
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 227/2021, Áform um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2013.

    Hafnarstjóri fór yfir breytingar á hafnarlögum. Hafnarsamband Íslands skilar inn umsögn um málið fyrir allar hafnir.
    Nefndin gerir ekki athugasemdir við verklagið.

    Dagur Þór Baldvinsson sat fundinn undir þessum lið
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Vegagerðin svaraði fyrirspurn sveitarfélagsins þann 11.11.2021 og gerir ekki athugasemdir við framkomnar hugmyndir en bendir á að sækja þarf um formlegt leyfi til framkvæmda.

    Nefndin felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við Steinull og skipulagsfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur fjallað um þær breytingar sem framundan eru í úrgangsmálum í kjölfar nýlegra lagabreytinga. Stjórnin áréttar að mikilvægt er fyrir sveitarfélögin að hefja nú þegar undirbúning að gildistöku lagabreytinganna og uppfærslu svæðisáætlana um meðhöndlun úrgangs með hliðsjón af þeim og nýlega samþykktri stefnu um meðhöndlun úrgangs. Öll útboð sem framundan eru, er varða söfnun og aðra meðhöndlun úrgangs, þurfa að taka tillit til umræddra lagabreytinga.

    Nefndin felur sviðsstjóra að upplýsa þá sem koma að útboðsgerð sorphirðu í Skagafirði um þessar umræddu lagabreytingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Vegagerðin tilkynnir niðurfellingu eftirtalinna vega af vegaskrá þar sem þar er ekki lengur föst búseta
    Brennigerðisvegur (7486-01)
    Messuholtsvegur (7788-01)
    Sleitustaðavegur (7750-01)
    Hraunavegur (7899-01)

    Umhverfis- og samgöngunefnd minnir á að þegar engin föst búseta er lengur á býlum, falla afleggjarar út af vegaskrá. Flytji fólk aftur á býlin ber þeim að tilkynna Vegagerðinni strax um breytinguna og mun þá vegurinn aftur verða tekinn inn í vegaskrá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Málið var áður á dagskrá umhverfis- og samgöngunefndar á 184. fundi þann 20. okt. síðastliðinn og á dagskrá á fundi nr. 416 sveitarstjórnar þann 27. okt.

    Sviðsstjóri og sveitarstjóri funduðu með Vegagerðinni og fengu frekari upplýsingar um stöðu skilavega og skilin á Hofsósbraut til sveitarfélagsins. Vegagerðin endurtók tilboð sitt um skilin á veginum með þeim viðhaldsframkvæmdum og fjármunum til viðhalds á ljósastaurum og umferðaröryggismannvirkjum eins og áður hefur komið fram.

    Nefndin lýsir ánægju sinni með framvindu málsins og felur sviðsstjóra og sveitarstjóra að ganga frá samningnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • .7 2112066 Styrkbeiðni
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Erna Geirsdóttir f.h. Skógræktarfélgs Skagafjarðar sækir um styrk að upphæð 500.000 kr. til skógarhöggs og stígagerðar í reit félagsins norðan Hofs í Varmahlíð og til plöntunar í Brúnaskógi.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Á 991. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 24. nóvember 2021 var tekið fyrir neðangreint erindi.

    Lagt fram bréf dagsett 15. nóvember 2021 frá Norðurá bs. þar sem stjórn Norðurár bs. óskar samþykkis aðildarsveitarfélaganna, að Norðurá bs. verði mótaðili Flokkunar Eyjafjörður ehf. við gerð svæðisáætlunar sem taki við af þeirri sem nú er í gildi fyrir tímabilið 2015-2026.

    Byggðarráð samþykkti erindið fyrir sitt leiti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.