Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd - 297

Málsnúmer 2112002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 420. fundur - 12.01.2022

Fundargerð 297. fundar félags- og tómstundanefndar frá 22. desember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 420. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 297 Kynntar voru reglur um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn á tekjulágum heimilum haustönn 2021. Styrkurinn er veittur af félagsmálaráðuneytinu og er afmörkuð og tímabundin ráðstöfun til að bregðast við áhrifum COVID-19. Upphæð styrksins getur numið allt að 25.000 kr. fyrir hvert barn. Félags- og tómstundanefnd hvetur foreldra og forráðamenn til að kynna sér forsendur og viðmið styrksins og sækja um eftir atvikum. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 297 Rætt um starf félagsmiðstöðvar á Hofsósi. Í ljósi reynslunnar hefur verið ákveðið að endurskoða starfið í samráði við nemendurna sjálfa, forráðamenn og starfsmenn grunnskólans. Nefndin samþykkir málið. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 297 Kynnt var fundargerð Ungmennaráðs frá 26. október s.l. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að bjóða Ungmennaráðinu til fundar í janúar n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 297 Sviðstjóri kynnti skipulag sviðsins ásamt starfsáætlun næsta árs. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 297 Tvö mál lögð fyrir nefndina. Öðru synjað og hitt samþykkt, fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.