Fara í efni

Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

Málsnúmer 2111021

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 989. fundur - 10.11.2021

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 2. nóvember 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, varðandi verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis. Ljóst er að öll sveitarfélög munu þurfa að endurskoða þau stjórntæki sem þau hafa á grundvell laga um meðhöndlun úrgangs, þ.e. svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs, samþykktir um meðhöndlun úrgangs og gjaldskrár fyrir úrgangsmeðhöndlun.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 185. fundur - 01.12.2021

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 29. október sl. var fjallað um þau verkefni sem eru framundan við innleiðingu hringrásarkerfis.
Stjórnin bókaði hvatningu til sveitarstjórna um allt land til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem taka gildi 1.janúar 2023.

Ljóst er að öll sveitarfélög munu þurfa að endurskoða þau stjórntæki sem þau hafa á grundvelli laga um meðhöndlun úrgangs, þ.e. svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs, samþykktir um meðhöndlun úrgangs og gjaldskrár fyrir úrgangsmeðhöndlun.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1006. fundur - 09.03.2022

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 28. febrúar 2022, varðandi meiriháttar breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem innleiddar voru í íslenskt regluverk í júní 2021 og koma til framkvæmda 1. janúar 2023. Sambandið ásamt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu hefur sett á laggirnar verkefnið "Samtaka um hringrásarhagkerfið" til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða þessar miklu breytingar. Verkefninu er skipt í þrjá verkhluta. Sambandið efnir til upphafsfundar allra verkefnanna þann 16. mars 2022.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 189. fundur - 10.03.2022

Meiriháttar breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga eru framundan. Þessar breytingar voru innleiddar í íslenskt regluverk í júní 2021 og koma til framkvæmda 1. janúar 2023. Það er því skammur tími til stefnu og því brýnt að bretta upp ermarnar og hefjast handa.

Skráning vegna þátttöku sveitarfélaga er opin til og 11. mars næstkomandi þar sem hægt er að skrá sig á eftirfarandi verkefni. 1 Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku. 2. Kaup í anda hringrásarhagkerfisins innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga. 3 Borgað þegar hent er kerfi heim í hérað.

Búið er að skrá þátttöku sveitarfélagsins sem mun taka þátt í öllum verkefnunum. Valur Valsson er tengiliður sveitarfélagsins við verkefnin.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1010. fundur - 04.04.2022

Lagt fram til kynningar bréf til allra sveitarfélaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. mars 2022 varðandi átak um Hringrásarhagkerfið.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 5. fundur - 08.09.2022

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 25. mars 2022 var fjallað um hagsmunagæslu Sambandsins í úrgangsmálum og eftirfarandi bókað og samþykkt:
„Stjórn sambandsins fagnar því að átak um Hringrásarhagkerfið sé farið af stað og hvetur sveitarfélög til að nýta sér þá aðstoð sem í því felst. Það er skammur tími til stefnu til að innleiða nýjar kröfur um úrgangsstjórnun sveitarfélaga og mikilvægt að sveitarfélög horfi til frekara samstarfs um þau verkefni sem framundan eru.“
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir hvatninguna og samþykkir að vinna áfram að framgangi málsins.