Umhverfis- og samgöngunefnd - 183
Málsnúmer 2109007F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 415. fundur - 22.09.2021
Fundargerð 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. september 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
- .1 2105280 Tillaga þjónustusviðs Vegagerðarinnar um lækkun hámarkshraða á Sauðárkróksbraut 75-03, 04 og 05Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Málið hefur áður verið tekið fyrir, fyrst á 181. fundi og aftur á 182. fundi umhverfis-og samgöngunefndar, eftir að sveitarstjórn vísaði málinu til baka í nefnd. Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir því við Vegagerðina að hún sendi fulltrúa á fund nefndarinnar til að fara yfir skýrslu um umferðaröryggi í Skagafirði.
Rúna Ásmundsdóttir deildastjóri hjá Vegagerðinni kynnti skýrslu um umferðaröryggi í Skagafirði.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Rúnu fyrir góða yfirferð á skýrslunni.
Tillaga Vegagerðarinnar um breytingar á hámarkshraða við Sauðárkrók rædd og samþykkt óbreytt eins hún er lögð fram og málinu vísað aftur til sveitarstjórnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Samband íslenskra sveitarfélaga og Vegagerðin boðuðu til sameiginlegs fjarfundar 20.8.2021 til að kynna niðurstöður starfshóps um skil á þjóðvegum í þéttbýli til sveitarfélaga. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar frá Vegagerðinni og Sambandi íslenskra sveitarfélaga en í vinnuhópi (faghópi) um aðferðafræði við mat á ástandi vega og framkvæmd ástandsmats áttu sæti fulltrúar frá sömu aðilum en EFLU verkfræðistofu falin umsjón með vinnu hópsins.
Skýrsla starfshópsins liggur nú fyrir, ásamt skýrslu vinnuhóps (faghóps) um ástandsmat þeirra þjóðvega í þéttbýli sem teknir voru til skoðunar.
Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs gerði grein fyrir dagskrá fundarins og kynnti ástandsskoðun á fyrirhuguðum skilavegi á Hofsósi ásamt mati á kostnaði við að koma veginum í skilahæft ástand. Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Farið yfir stöðu málsins. Áætlun var um að setja upp aparólu á leikvallarsvæði í Túnahverfi, svæði U-3.1 samkvæmt núgildandi aðalskipulagi. Athugasemdir við uppsetninguna komu frá íbúum og var sótt um leyfi til uppsetningar leiktækja til skipulags- og byggingarnefndar. Leyfið fékkst frá nefndinni á fundi 25.8.2021.
Vegna athugasemda íbúa á svæðinu leggur umhverfis- og samgöngunefnd til að frekari áform um skipulagningu fjölskyldugarðs verði vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Sviðssjóri kynnti áform um uppsetningu aparólu sem Kiwanisklúbburinn Freyja hefur gefið til verkefnisins. Ákveðið er að færa staðsetningu rólunnar frá fyrstu tillögu austar á svæðið. Aparólan verður sett upp á næstunni. Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar þessu framtaki hjá Freyjunum. Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Byggðarráð samþykkti á 973. fundi 07.07.2021 að fela sveitarstjóra að ganga til viðræðna við forsvarsmenn Flokku ehf. um möguleg kaup Sveitarfélagsins Skagafjarðar á móttökustöð fyrirtækisins að Borgarteig 12.
Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Fundargerðir nr. 432, 433, 434 og 436 frá stjórn Hafnarsambands Íslands lagðar fram til kynningar.
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Útboð á kaupum dráttarbáts fyrir Skagafjarðarhafnir fór fram í sumar sem leið. Að útboði loknu fóru hafnarstjóri og starfsmenn hafnarinnar og skoðuðu bát frá lægstbjóðanda.
Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri fór yfir skýrslu sem unnin var eftir ferðina. Báturinn þykir vænlegur kostur fyrir verkefnið og hafnarsvið Vegagerðarinnar og Ríkiskaup hafa samþykkt kaupin. Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar þessum áformum og óskar Skagafjarðarhöfnum til hamingju með áformin.
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Búið er að ganga að tilboði frá Víðimelsbræðrum ehf. Verkið felst í því að tekinn verður upp þvergarður sem gerður var árið 2006 og Norðurgarður verður lengdur um 30 m. Breytingin mun gjörbreyta aðkomu stórra skipa inn í höfnina og auka öryggi þeirra.
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri fór yfir teikningar af breytingum og lengingu. Áætlað er að verkið hefjist núna í september og verklok eru áætluð fyrir næstu áramót.
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Vegna fyrirhugaðra kaupa á dráttarbát og til að auka öryggi innan hafnanna er nauðsynlegt að breyta hafnarreglugerð Skagafjarðarhafna.
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri fór yfir breytingar á hafnarreglugerðinni og útskýrði hvaða áhrif breytingarnar hafa í för með sér.
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Til að auka öryggi innan Skagafjarðarhafna og með tilkomu nýs dráttarbáts telur hafnastjóri nauðsynlegt að breyta 8. grein hafnarreglugerðar B_nr.1040_2018.
Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri kynnti breytingar á hafnarreglugerðinni og breytingin lögð fram til afgreiðslu og samþykkt.
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar síðar á fundinum, "Skagafjarðarhafnir, breyting á hafnarreglugerð 2021" Samþykkt samhljóða. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs hefur sent athugasemd á hönnun nýs aðalskipulags vegna námusvæðis.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir þessar tillögur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs um breytingar námusvæðis í nýju aðalskipulagi. Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs hefur sent athugasemd á hönnun nýs aðalskipulags vegna gámasvæðis og flokkunarstöðvar í Hofsósi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir þessar tillögur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs um fyrirhugað gámasvæði og flokkunarstöð á Hofsósi í nýju aðalskipulagi. Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs hefur sent athugasemd á hönnun nýs aðalskipulags vegna stígakerfis í Skógarhlíðinni.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir þessar tillögur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs um skilgreiningu stíga í Sauðárgili og Skógarhlíð í nýju aðalskipulagi. Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 183 Óskað hefur verið eftir landi undir garðlönd í Varmahlíð. Lagt er til að svæðið vestast á túni sunnan Reykjarhóls skammt austan sumarbústaða verði tekið undir garðlandið.
Samþykkt að þetta svæði verði nýtt undir garðlönd. Sviðsstjóra falið að láta gera garðinn kláran fyrir veturinn. Einnig er sviðsstjóra falið að láta gera reglur um umgengni um svæðið sem kveða á um hverjar skyldur sveitarfélagið hefur gagnvart notendum. Hver notandi skal sækja skriflega um að fá notkun að svæðinu og undirrita samninng þar um.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa er falið að gera könnun á áhuga fólks á samskonar garðlöndum á Hofsósi og á Sauðárkróki.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.