Byggðarráð Skagafjarðar - 978
Málsnúmer 2108016F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 415. fundur - 22.09.2021
Fundargerð 978. fundar byggðarráðs frá 28. ágúst 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 978 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. ágúst 2021 frá Eflu verkfræðistofu, varðandi mat á tillögum frá Verkís um mögulegar hreinsunaraðgerðir á Hofsósi vegna bensínleka frá bensínstöð N1.
Byggðarráð samþykkir að senda álit Eflu á tillögum á hreinsunaraðgerðum til N1 og leggur áherslu á að fyrirtækið hafi náið samráð við fasteignaeigendur um fyrirhugaðar aðgerðir og að þeim verði lokið fyrir vetrarbyrjun. Bókun fundar Afgreiðsla 978. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 978 Lagt fram bréf dagsett 2. júlí 2021 frá Kaupfélagi Skagfirðinga varðandi sérstakt framlag Kaupfélags Skagfirðinga við samfélagsleg verkefni í Skagafirði. Stjórn Kaupfélags Skagfirðinga bókaði svo á fundi sínum þann 1. júlí s.l.:
Kaupfélag Skagfirðinga samþykkir að leggja fram 200 milljónir króna á næstu tveim árum til samfélagslegra verkefna í Skagafirði.
Þessar 200 milljónir eru hugsaðar sem stuðningur við verkefni á vegum sveitarfélaga í Skagafirði, sem ætluð eru til að bæta búsetugæði í héraði, meðal annars með því að leggja og bæta göngustíga, malbika sérstök svæði, fjölga útivistarsvæðum, byggja upp skíðasvæðið í Tindastóli, bæta félagsaðstöðu íbúa og margt annað er varðar umhverfi og búsetugæði.
Með þessu meðal annars, vill fyrirtækið undirstrika samfélagslega ábyrgð sína og skapa sem bestar aðstæður og umhverfi fyrir íbúa Skagafjarðar.
Af hálfu Kaupfélags Skagfirðinga verða í samráðshóp varðandi verkefnið: Stjórnarformaður KS, varaformaður KS og ritari stjórnar KS. Auk þess kaupfélagsstjóri, aðstoðarkaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri FISK-Seafood.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í samráðshópnum verði fulltrúar byggðarráðs og sveitarstjóri. Bókun fundar Afgreiðsla 978. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 978 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. ágúst 2021 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 157/2021, "Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis". Umsagnarfrestur er til og með 01.10.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 978. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 978 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. ágúst 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 154/2021, "Drög að reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana". Umsagnarfrestur er til og með 03.09.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 978. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.