Fræðslunefnd - 170
Málsnúmer 2108015F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 415. fundur - 22.09.2021
Fundargerð 170. fundar fræðslunefndar frá 30. ágúst 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 170 Lögð fram tillaga að fundardögum fræðslunefndar fram til páska 2022. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 170 Lögð fram til kynningar skýrsla um styrkingu leikskólastigsins sem afrakstur nefndar sem menntamálaráðherra skipaði. Í skýrslunni eru margar tillögur sem miða að því að bæta starfsumhverfi leikskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 170 Kynnt var staða biðlista í leikskólum í Skagafirði. Vænst er að hægt verði að leysa úr biðlistum um áramót á öllum stöðum. Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalista leggur fram eftirfarandi bókun við lið 3 og 4 í dagskrá fundarins: Mikilvægt er að leikskólarými í sveitarfélaginu sé í takt við húsnæðisáætlanir. Í nútíma samfélagi er daggæsla barna forsenda fyrir blómlegu atvinnulífi, því hvet ég til þess að settur verði meiri þungi í framkvæmdir við leikskólahúsnæði í Skagafirði og hægt verði að bjóða foreldrum daggæslurými að loknu barneignarorlofi. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 170 Lagt fram til kynningar minnisblað um stöðu framkvæmda í leik- og grunnskólum í Skagafirði. Fræðslunefnd samþykkir að þær úttektir og skýrslur sem liggja fyrir um starfsumhverfi leikskóla verði sendar byggðarráði til kynningar. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað: "Á fundi fræðslunefndar í mars sl. var kynnt að leikskólinn Tröllaborg myndi opna í nýju húsnæði haustið 2021. Nú er ljóst að það mun takast í fyrsta lagi í lok október, byrjun nóvember 2021. Leikskólaráð minnti á lóðamál vorið 2020 og foreldrafélag ítrekaði það í mars og maí 2021. Samt sem áður er fyrst nú verið að hefja framkvæmdir og ljóst að þeim mun ekki ljúka fyrr en sumarið 2022. Sökum stöðu mála viljum við ítreka að þessari vinnu verði flýtt eins og kostur er t.d. með tilliti til þrifa og flutninga og jafnvel kanna hvort hægt sé að ljúka framkvæmdum á hluta lóðar". Axel Kárason, fulltrúi Framsóknarflokks og Elín Árdís Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks óska bókað: "Fulltrúar meirihluta í fræðslunefnd harma seinagang í frágangi á lóð við nýja leikskólabyggingu á Hofsósi. Síðastliðin ár hefur það tíðkast að leita til verktaka í héraði/nærsvæði í framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins. Er þá horft til þess að nýta þær framkvæmdar til að efla fyrirtæki í héraði. Gallinn við það fyrirkomulag er sá, að það geti komið fyrir að erfitt sé að fá þá verktaka sem í boði eru, og verk tefjist fram úr hófi. Það er því miður raunin á Hofsósi að svo stöddu, og harmar meirihlutinn þessa stöðu en fagnar að unnið sé að lausnum". Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og ítrekar bókun fulltrúa Vg í nefndinni.
"Á fundi fræðslunefndar í mars sl. var kynnt að leikskólinn Tröllaborg myndi opna í nýju húsnæði haustið 2021. Nú er ljóst að það mun takast í fyrsta lagi í lok október, byrjun nóvember 2021. Leikskólaráð minnti á lóðamál vorið 2020 og foreldrafélag ítrekaði það í mars og maí 2021. Samt sem áður er fyrst nú verið að hefja framkvæmdir og ljóst að þeim mun ekki ljúka fyrr en sumarið 2022. Sökum stöðu mála viljum við ítreka að þessari vinnu verði flýtt eins og kostur er t.d. með tilliti til þrifa og flutninga og jafnvel kanna hvort hægt sé að ljúka framkvæmdum á hluta lóðar".
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Axel Kárason tók til máls og ítrekar eftirfarandi bókun frá fundi nefndarinnar.
Fulltrúar meirihluta í fræðslunefnd harma seinagang í frágangi á lóð við nýja leikskólabyggingu á Hofsósi. Síðastliðin ár hefur það tíðkast að leita til verktaka í héraði/nærsvæði í framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins. Er þá horft til þess að nýta þær framkvæmdar til að efla fyrirtæki í héraði. Gallinn við það fyrirkomulag er sá, að það geti komið fyrir að erfitt sé að fá þá verktaka sem í boði eru, og verk tefjist fram úr hófi. Það er því miður raunin á Hofsósi að svo stöddu, og harmar meirihlutinn þessa stöðu en fagnar að unnið sé að lausnum".
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls öðru sinni, þá Gísli Sigurðsson.
Afgreiðsla 170. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 170 Lögð fram tillaga að uppfærðum viðmiðunarreglum um flýtingu eða seinkun barns á skilum leik- og grunnskóla. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar síðar á dagskránni, "Viðmiðunarreglur um flýtingu og seinkun barns á skilum leik - og grunnskóla. Samþykkt samhljóða.
-
Fræðslunefnd - 170 Lagðar fram til kynningar sjálfsmatsskýrslur grunnskólanna fyrir skólaárið 2020-2021. Fræðslunefnd fagnar góðri vinnu skólanna við framkvæmd innra mats á skólastarfi. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 170 Lagðar fram til kynningar ársskýrslur grunnskólanna fyrir skólaárið 2020-2021. Fræðslunefnd þakkar fyrir góðar ársskýrslur grunnskólanna. Þær innihalda mikla samantekt um það fjölbreytta skólastarf sem fram fer í grunnskólum héraðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 170 Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar fræðslunefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.