Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 977

Málsnúmer 2108009F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 415. fundur - 22.09.2021

Fundargerð 977. fundar byggðarráðs frá 18. ágúst 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 977 Lagðar fram frumniðurstöður jarðvegsrannsóknar Verkís sem framkvæmdar voru dagana 28.-30. júní 2021, vegna olíumengunar frá bensínstöð N1, Suðurbraut 9, Hofsósi.
    Byggðarráð samþykkir að leita til verkfræðistofunnar Eflu um mat á stöðunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 977. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 977 Lagt fram fundarboð um aðalfund Norðurár bs., þann 2. september 2021 í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð.
    Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 977. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 977 Byggðarráð samþykkir að skipa Álfhildi Leifsdóttur, Jóhönnu Ey Harðardóttur, Gísla Sigurðsson, Ingu Huld Þórðardóttur og Sigfús Inga Sigfússon í verkefnahóp með fulltrúum Akrahrepps vegna hugsanlegrar sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 977. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 977 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. ágúst 2021, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fundarboð á fjarfund þann 20. ágúst 2021, með fulltrúum sambandsins og Vegagerðarinnar. Tilefni fundarins er að kynna skýrslu starfshóps um skil á þjóðvegum í þéttbýli til sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 977. fundar byggðarráðs staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.