Landbúnaðarnefnd - 221
Málsnúmer 2108007F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 415. fundur - 22.09.2021
Fundargerð 221. fundar landbúnaðarnefndar frá 17. ágúst 2021 lögð fram til afgreiðslu á 415. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðarnefnd - 221 Fulltrúar úr fjallskilanefnd Seyluhrepps - úthluta, komu til fundar til að ræða framtíðarfyrirkomulag rétta á svæðinu m.t.t. sauðfjárveikivarna.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að afnema Grófargilsrétt sem skilarétt í úthluta Seyluhrepps. Fjallskilanefndinni er falið að sjá um endurbyggingu réttarinnar í samvinnu við landeigendur Grófargils. Fyrir liggur framlag til efniskaupa til uppbyggingar Grófargilsréttar. Unnið verði að uppbyggingu réttaraðstöðu á Skarðsá ef tilskilin leyfi fást frá Skarðsárnefnd. Landbúnaðarnefnd skoðar fjárstuðning þegar fjárhagsáætlun framkvæmdarinnar liggur fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 221 Lagt fram bréf dagsett 5. ágúst 2021 frá Þórði Pálssyni, dýraeftirlitsmanni Matvælastofnunar þar sem farið er fram á það að landbúnaðarnefnd endurskoði þann fjölda hrossa sem búfjárleyfi sem veitt var Gunnari Jóni Eysteinssyni á Hofsósi þann 5. september 2016 gefur leyfi til. Einnig lagt fram minnisblað frá Landgræðslunni, dagsett 10. ágúst 2021 sem og bréf frá sveitarfélaginu dagsett 12. ágúst 2021, þar sem Gunnari er tilkynnt um að honum sé ekki lengur heimilt að beita opin svæði sveitarfélagsins á Hofsósi.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að segja upp gildandi búfjárleyfi fyrir 47 hross, með ársfyrirvara, þannig að leyfið fellur úr gildi þann 15. september 2022. Landbúnaðarnefnd bendir á að hægt er að sækja um nýtt búfjárleyfi á uppsagnartímanum. Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 221 Lögð fram umsókn dagsett 11. ágúst 2021, frá Sævari Björnssyni, kt. 290572-4959, Austurgötu 5, Hofsósi um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði. Sótt er um leyfi fyrir 10 kindum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir umbeðnum fjölda.
Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 221 Lagður fram til kynningar ársreikningur Upprekstrarfélags Eyvindarstaðaheiðar fyrir árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 221 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsafréttar fyrir árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 415. fundi sveitarstjórnar 22. september 2021 með níu atkvæðum.