Aðgangur að húsnæði
Málsnúmer 2104150
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 983. fundur - 29.09.2021
Erindið áður á 962. fundi byggðarráðs þann 21. apríl 2021 og þá sent til umsagnar stjórnar NNV. Umsögn hefur ekki borist.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. september 2021 frá Ástu Ólöfu Jónsdóttur formanni Pilsaþyts í Skagafirði. Óskar félagið eftir að fá aðstöðu til sauma, tímabundið í húsnæði sveitarfélagsins og Náttúrustofu Norðurlands vestra, Aðalgötu 2 á Sauðárkróki. Félagsskapurinn er að sauma kyrtil til afnota fyrir Fjallkonu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er stefnt að afhendingu með viðhöfn þann 1. desember 2021.
Byggðarráð samþykkir að veita Pilsaþyti heimild til að hafa aðstöðu í sal Aðalgötu 2 til 1. desember 2021.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. september 2021 frá Ástu Ólöfu Jónsdóttur formanni Pilsaþyts í Skagafirði. Óskar félagið eftir að fá aðstöðu til sauma, tímabundið í húsnæði sveitarfélagsins og Náttúrustofu Norðurlands vestra, Aðalgötu 2 á Sauðárkróki. Félagsskapurinn er að sauma kyrtil til afnota fyrir Fjallkonu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er stefnt að afhendingu með viðhöfn þann 1. desember 2021.
Byggðarráð samþykkir að veita Pilsaþyti heimild til að hafa aðstöðu í sal Aðalgötu 2 til 1. desember 2021.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1004. fundur - 23.02.2022
Lagt fram bréf dagsett 14. febrúar 2022 frá félaginu Pilsaþyt í Skagafirði varðandi ósk um að fá aðstöðu í "gamla bæjarþingsalnum", Aðalgötu 2, Sauðárkróki í ótilgreindan tíma fyrir félagsmenn til að sinna saumaskap sínum.
Byggðarráð samþykkir ósk félagsins fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að gera leigusamning þar um.
Byggðarráð samþykkir ósk félagsins fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að gera leigusamning þar um.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að senda erindið til umsagnar stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra.