Umsagnarbeiðni; þingsályktunartillaga um heimild sveitarfélaga að innheimta umhverfisgjöld
Málsnúmer 2101276
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 951. fundur - 03.02.2021
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. janúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 952. fundur - 10.02.2021
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. janúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
Því miður er svo víða á landsbyggðinni að fólk hefur ekki val um hvort það notar bíl eður ei og nýtur ekki þeirra valkosta sem höfuðborgarsvæðið hefur með fjölbreyttari samgöngumáta. Sumar fjölskyldur þurfa jafnvel 2 bíla til að geta sinnt vinnu og sótt þjónustu. Þetta er því tillaga um nýja búsetutengda skatta sem munu leggjast með mestum þunga á landsbyggðina. Nær væri að koma með tillögur um hvernig sé hægt að efla enn frekar almenningssamgöngur á landsbyggðinni svo færri séu háðir því að eiga og nota bíla.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
Því miður er svo víða á landsbyggðinni að fólk hefur ekki val um hvort það notar bíl eður ei og nýtur ekki þeirra valkosta sem höfuðborgarsvæðið hefur með fjölbreyttari samgöngumáta. Sumar fjölskyldur þurfa jafnvel 2 bíla til að geta sinnt vinnu og sótt þjónustu. Þetta er því tillaga um nýja búsetutengda skatta sem munu leggjast með mestum þunga á landsbyggðina. Nær væri að koma með tillögur um hvernig sé hægt að efla enn frekar almenningssamgöngur á landsbyggðinni svo færri séu háðir því að eiga og nota bíla.