Fara í efni

Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 2101274

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 951. fundur - 03.02.2021

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. janúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar er sammála meginmarkmiðum frumvarpsins um að auka styrk og sjálfbærni sveitarfélaga og að efla sveitarstjórnarstigið í heild. Byggðarráð telur að sveitarfélögin í landinu eigi að vera öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi og að tryggt verði að þau geti veitt sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu.
Byggðarráð telur að frumvarpið stuðli að eflingu sveitarstjórnarstigsins og getu sveitarfélaganna í landinu til að veita íbúum sínum sem besta þjónustu. Byggðarráð leggur ríka áherslu á að staðið verði við fjárhagslegan stuðning við sameiningar sveitarfélaganna og að tekjustofnar þeirra verðir styrktir til að auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra og getu til að veita öfluga þjónustu í öllum byggðum með jafnræði íbúanna að leiðarljósi.