Lögö fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál, dagsett 25. janúar 2021. Bjarni Jónsson (Vg og óháð) óskar bókað: Umsögnin var send út án samráðs við stjórn og áður en stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um hana. Þegar þessi umsögn var síðan loksins lögð fyrir stjórn sambandsins gerðu fimm af níu stjórnarmönnum sem sátu fundinn athugasemdir við umsögnina og færðu þær til bókar. Vakin er athygli á þessum mistökum og því að meirihluti fundarmanna gerði athugasemdir við þá umsögn sem var send til alþingis og sveitarfélaga í nafni stjórnar.
Bjarni Jónsson (Vg og óháð) óskar bókað:
Umsögnin var send út án samráðs við stjórn og áður en stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um hana. Þegar þessi umsögn var síðan loksins lögð fyrir stjórn sambandsins gerðu fimm af níu stjórnarmönnum sem sátu fundinn athugasemdir við umsögnina og færðu þær til bókar. Vakin er athygli á þessum mistökum og því að meirihluti fundarmanna gerði athugasemdir við þá umsögn sem var send til alþingis og sveitarfélaga í nafni stjórnar.