Fara í efni

Jólatónleikar í streymi - beiðni um styrk

Málsnúmer 2011152

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 81. fundur - 19.11.2020

Tekin fyrir beiðni frá Jóhanni Daða Gíslasyni um styrk vegna jólatónleika sem fyrirhugað er að streyma 19. desember fyrir Skagfirðinga. Hugmyndin að tónleikunu er að færa jólaandan til íbúa Skagafjarðar í gegnum streymi. Að tónleikunum kemur einvalalið af ungu skagfirsku tónlistarfólki.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og samþykkir að styrkja tónleikana um 200 þúsund krónur. Tekið af málaflokki 05713.