Fara í efni

Yfirlýsing frá baráttuhópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu

Málsnúmer 2011028

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 939. fundur - 11.11.2020

Tekið fyrir bréf til stjórnvalda frá baráttuhópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu, dags. 3. nóvember 2020, er varðar yfirlýsingu, kröfur og tillögur sem lúta að ýmsum smærri aðilum í ferðaþjónustu.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hvetur byggðarráð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á lögum til að lengja megi lögveð fasteignagjalda. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að sveitarfélög þurfi að ganga að fyrirtækjum og einstaklingum sem mögulega lenda í greiðsluerfiðleikum vegna áhrifa COVID-19.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 82. fundur - 25.11.2020

Lögð fram til kynningar yfirlýsing frá baráttuhópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu dagsett 03.11.2020.