Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 386

Málsnúmer 2009013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 402. fundur - 23.09.2020

Fundargerð 386. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 21. september 2020 lögð fram til afgreiðslu á 402. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Álfhildur Leifsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Gunnar H. Kristjánsson bygginga- og brunaverkfræðingur kynnti fyrir skipulags- og byggingarnefnd, brunahönnun á byggingum Mjólkursamlags KS á Sauðárkróki, vegna áætlana um uppsetningar bruggverksmiðju.
    Gunnar Kristjánsson brunahönnuður kynnti innihald skýrslunnar. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi og Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri.
    Skipulags- og bygingarnefnd er sammála að leita eftir mati óháðs aðila á skýrslunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Torfi Ólafsson eigandi lóðarinnar Nýja-Skarð L229354 óskar eftir heimild til að stofna 989 m² byggingarreit innan lóðarinnar skv. afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 783801 útg. 8. október 2019. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Yrma Guðvarðsdóttir kt. 150488-3469 og Guðmundur Árni Sigurbergsson kt. 080989-2969 sækja um að fá úthlutaðri lóðinni Melatún 2 á Sauðárkróki, til byggingar íbúðarhúss. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda. Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Lögð er fram tillaga frá Kollgátu arkitektum dags. 3.9.2019, að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Neðri-Áss 2, land 3 og land 4 í Hjaltadal. Um er að ræða 8,5 ha spildu sem staðsett er á ási, sem skilur að Hjaltadal í vestri og Kolbeinsdal í austri. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 9 lóðum undir frístundahús og 9 lóðum fyrir orlofshúsabyggð. Fyrir eru á svæðinu nokkur frístundahús. Aðkoma að svæðinu er um Siglufjarðarveg og um aðkomuveg af Ásavegi. Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í skipulagsferli. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu í lið 18, Neðri-Ás 2, land 3 og 4 - Umsókn um deiliskipulag
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Helena Breiðfjörð Bæringsdóttir kt. 190768-4499 og Kristján Geir Jóhannesson kt. 290973-3259, þinglýstir eigendur jarðarinnar Sjónarhóls, landnúmer 202324, óska eftir heimild til að stofna 750 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 732701 útg. 8. sept. 2020, unnin af Stoð verkfræðistofu. Um er að ræða byggingarreit fyrir fjárhús með hámarksnýtingarhlutfall 0,3. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir afmörkun byggingarreitar, með fyrirvara um að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið. Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Fyrir fundinum liggur umsókn um úthlutun á byggingarsvæði við Freyjugötu (Freyjugötureits) á Sauðárkróki frá Ómari Guðmundssyni fh. Hrafnshóls ehf. kt. 470110-0820. Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið á fundi sínum 17.5.2019, og samþykkti að vísa erindinu til byggðarráðs. Vinna við gerð samnings ásamt viðaukum um uppbyggingu milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar annarsvegar og hinsvegar Hrafnhóls ehf kt. 540217-1300 og Nýjatúns ehf kt. 470219-1220, um framkvæmd og þróun á byggingum á svokölluðum Freyjugötureit var samþykktur á fundi byggðarráðs á fundi ráðsins 17.9.2020.
    Óskað er eftir að félagið fái heimild til að vinna deiliskipulag af svæðinu sem sótt er um og að svæðinu verði úthlutað Hrafnshóli ehf. Á fyrsta ári reikna umsækjendur með að byggja 10-20 íbúðir. Reiknað er með í umsókn að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára, þá með 50 til 90 íbúðum eftir því hvaða útfærsla verður valin. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta Hrafnshóli ehf kt. 540217-1300 svokölluðum Freyjugötureit til byggingar 40-90 íbúða á reitnum, allt eftir því hvernig reiturinn þróast samkvæmt samningi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til liðar nr. 19, Freyjugata Sauðárkróki - umsókn um lóð - Freyjugötureitur. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Friðrik Friðriksson arkitekt f.h. Nýjatúns ehf kt. 540217-1300 leggur umsókn um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi „gamla bæjarins“ á Sauðárkróki. Breyting á deiliskipulagi felur í sér samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti dags.8.9.2020, að tveir byggingarreitir við Freyjugötu 7-7a verði sameinaðir og að heimilt verði að byggja á sameiginlegum reit tveggja hæða fjölbýlishús fyrir allt að 10 íbúðir. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir allt að 0,7 nýtingarhlutfalli á byggingarreitum, en í breytingunni verði nýtingarhlutfall 0,53. Skipulags- og byggingarnefnd mælist til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki framlagðan uppdrátt, sem gerir ráð fyrir óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi "gamla bæjarins" sem nær yfir byggingarreitina Freyjugata 7 og 7a, sem verða sameinaðir og tekur til byggingar eins húss tveggja hæða, með allt að 10 íbúðum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir óverulega breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og að tillagan verði grenndarkynnt íbúum nærliggjandi húsa við Freyjugötu og Knarrarstíg. Tillagan er talin hafa óveruleg áhrif á svæðið, þar sem nú þegar eru mörg hús við Freyjugötu tveggja hæða og eitt hús þriggja hæða. Sú tillaga að hústýpu sem liggur frammi er talin falla vel að þeim húsakosti sem er til staðar í næsta nágrenni. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til liðar nr. 20, Freyjugata 7, 7a - Umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Eyjólfur Sverrisson kt. 030868-5879, f.h. Skefilsstaða ehf. kt. 641109-1260, þinglýsts eiganda jarðarinnar Skefilsstaðir, landnúmer 145911 óskar hér með eftir heimild til að stofna 1,3 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Bakkatún“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 721001 útg. 18. ágúst 2020. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. Verkfræðistofu.
    Óskað er eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð sem sumarbústaðaland (60). Kvöð um sameiginlegan yfirferðarrétt Skefilsstaða, L145911, og útskiptrar spildu um vegarslóða sem mun liggja í landi beggja landeigna er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Staðvísir útskiptrar spildu vísar til þess landslags sem einkennir spilduna. Ekki er annað landnúmer innan sveitarfélagsins skráð með þennan staðvísi. Engin fasteign er á umræddri spildu. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Skefilsstöðum, landnr. 145911.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Halldór Ingólfur Hjálmarsson kt. 300155-2789, leggur fram umsókn um leyfi til að byggja á lóðinni Fellstúni 14 á Sauðárkróki, garðskála við austurvegg íbúðarhúss og kalt skýli milli íbúðarhúss og bílgeymslu. Auk þess er óskað eftir að byggja steypta veggi, stoðveggi við lóðarmörk, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða vegna byggingu stoðveggja. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Lagt fram til kynningar.
    Drög að frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010.

    Frumvarpið felur í sér tillögu til einföldunar á stjórnsýslu við gerð skipulagsáætlana og útgáfu framkvæmdaleyfa vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku. Þá felur frumvarpið í sér tillögu til einföldunar á skipulagsbreytingum og ákvæði um stafræna málsmeðferð.
    Með frumvarpinu er kveðið á um heimild til að unnið sé sérstakt raflínuskipulag sem tekur til svæðis þvert á sveitarfélagamörk til að auðvelda og flýta fyrir uppbyggingu flutningskerfis raforku. Gert er ráð fyrir að gerð slíks skipulags yrði í höndum nefndar sem skipuð verður fulltrúum ríkis og sveitarfélaga.
    Einnig er lagt til að umsagnarfrestur vegna tiltekinna auglýstra breytinga á deiliskipulagi verði styttur með það að markmiði að auka skilvirkni í stjórnsýslu vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Í samræmi við stefnu stjórnvalda um stafræna stjórnsýslu er auk þess kveðið á um stafræna gagnagátt fyrir skipulagsáætlanir í frumvarpinu.
    Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að treysta þurfi betur flutnings- og dreifikerfi raforku í landinu og að hraða þurfi málsmeðferð ákvarðana sem tengjast línulögnum. Frumvarpið er liður í þessu en jafnframt hluti af úrvinnslu á tillögum átakshóps um úrbætur á innviðum í kjölfar óveðurs sem gekk yfir landið 10. og 11. desember 2019. Tillögurnar hafa þannig það markmið að einfalda og hraða málsmeðferð er varða framkvæmdir vegna raflína í meginflutningskerfi raforku sem liggja um fleiri en eitt sveitarfélag. Slíkar framkvæmdir geta kallað á breytingar á aðalskipulagi hvers sveitarfélags auk útgáfu framkvæmdaleyfis frá hverju sveitarfélagi. Tillagan gerir ráð fyrir að tekin sé sameiginleg ákvörðun ríkis og viðkomandi sveitarfélaga um skipulag leyfisveitingar fyrir framkvæmd af þessu tagi.
    Þau ákvæði frumvarpsins sem varða málsmeðferð vegna deiliskipulagsbreytinga og stafræna stjórnsýslu fela í sér framfylgd á hluta tillagna átakshóps í húsnæðismálum í tengslum við gerð lífskjarasamninga. Óskað er eftir því að athugasemdir við frumvarpsdrögin berist eigi síðar 1. október 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 109 Bókun fundar 109. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020