Fara í efni

Hafsteinsstaðir 145977 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2006226

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 382. fundur - 09.07.2020

Hildur Claessen kt. 140856-5769 og Skapti Steinbjörnsson kt. 170955-4399, þinglýstir eigendur jarðarinnar Hafsteinsstaða, landnúmer 145977 óska eftir heimild til að stofna 24,0 ha spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 732601 útg. 16. júní 2020. Afstöðuppdráttur unninn af Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir að ný spilda fái heitið Staðarhof. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði áfram skilgreind sem jörð. Engin fasteign er á útskiptri spildu. Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Hafsteinsstöðum, landnr. 145977.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.