Fara í efni

Umsagnarb. Tillaga til þingsályktunar um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.

Málsnúmer 2002288

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 904. fundur - 04.03.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. febrúar 2020 frá nefndasviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi og vísar í áður framkomnar bókanir sveitarstjórnar um mikilvægi flugvallarins í Vatnsmýrinni fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Mikilvæg staðsetning vallarins með tilsjón af sjúkraflutningum fyrir landsbyggðina hefur aukist verulega á síðustu árum með færslu verkefna af sjúkrahúsum sem staðsett eru á landsbyggðinni til Landsspítala. Að mati byggðarráð er hér um að ræða þjóðaröryggismál er varðar alla íbúa landsins og því rétt að allir kosningabærir íbúar þess fái að segja skoðun sína.