Fara í efni

Sameininganámsferð til Bergen 30. ágúst til 2. sept. nk.

Málsnúmer 2002283

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 904. fundur - 04.03.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. febrúar 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi sameiningarnámsferð til Bergen 30. ágúst til 2. september 2020. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu sem felur í sér áform um sameiningar sveitarfélaga. Hliðstætt verkefni stóð yfir í Noregi frá 2014 til 1. janúar 2020 þegar allar sameiningar áttu að vera í höfn. Þann dag hafði norskum sveitarfélögum fækkað úr 428 í 356.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.