Fara í efni

Lóð númer 70 við Sauðárhlíð

Málsnúmer 2002229

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 903. fundur - 26.02.2020

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa til sölu fasteignina Lóð númer 70 við Sauðárhlíð, F2132646, landnr. 144009. Um er að ræða hlöðu sem byggð var árið 1959, u.þ.b. 80 m2 og stendur á 2400 m2 lóð. Sveitarstjóra sömuleiðis falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2020.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 907. fundur - 25.03.2020

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti til sölu fasteign á lóð númer 70 við Sauðárhlíð á Sauðárkróki, fasteignanr. F2132646, landnr. 144009. Um er að ræða hlöðu sem byggð var árið 1959, u.þ.b. 80 m2 og stendur á 2400 m2 lóð. Ráðstöfun lóðar er bundin því skilyrði að hefðbundinn lóðarleigusamningur verði gerður til allt að 25 ára, sem taki m.a. mið af skilmálum sem komu fram í auglýsingu, skilmálum á heimasíðu sveitarfélagsins og/eða leiða af hugmyndum bjóðanda, sbr. síðargreind greinargerð. Takmörkuð mannvirki verða leyfð á lóðinni, lægri en núverandi hlaða, sem hæfi umhverfinu, skv. nánari skipulagsskilmálum. Heimilt verður að rífa hlöðu ef þurfa þykir. Tilboðsfrestur rann út á miðnætti þann 18. mars 2020.
Tvö tilboð bárust innan tilskilins frests. Annað frá Sauðárkróksbakarí ehf. og gagn ehf. fyrir hönd óstofnaðs dótturfélags og hitt frá Kristni T. Björgvinssyni og Sigurpáli Aðalsteinssyni.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara yfir tilboðin og óska eftir að bjóðendur komi á fund byggðarráðs til viðræðu um tilboðin.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 909. fundur - 08.04.2020

Málið áður á dagskrá 907. fundar byggðarráðs þann 25. mars 2020. Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti til sölu fasteign á lóð númer 70 við Sauðárhlíð á Sauðárkróki, fasteignanr. F2132646, landnr. 144009. Um er að ræða hlöðu sem byggð var árið 1959, u.þ.b. 80 m2 og stendur á 2400 m2 lóð. Ráðstöfun lóðar er bundin því skilyrði að hefðbundinn lóðarleigusamningur verði gerður til allt að 25 ára, sem taki m.a. mið af skilmálum sem komu fram í auglýsingu, skilmálum á heimasíðu sveitarfélagsins og/eða leiða af hugmyndum bjóðanda, sbr. síðargreind greinargerð. Takmörkuð mannvirki verða leyfð á lóðinni, lægri en núverandi hlaða, sem hæfi umhverfinu, skv. nánari skipulagsskilmálum. Heimilt verður að rífa hlöðu ef þurfa þykir.
Tilboðsgjafar tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað í sitt hvoru lagi. Fyrst Kristinn T. Björgvinsson og Sigurpáll Aðalsteinsson og síðan fulltrúar Sauðárkróksbakarís ehf. og gagns ehf., Róbert Óttarsson og Magnús Freyr Gíslason.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 910. fundur - 15.04.2020

Málið áður á dagskrá 909. fundar byggðarráðs þann 8. apríl 2020.
Byggðarráð samþykkir að ganga til viðræðna við Sauðárkróksbakarí ehf. og gagn ehf. á grundvelli tilboðs þeirra.
Byggðarráð samþykkir einnig að fela sveitarstjóra að ræða við Sigurpál Aðalsteinsson og Kristinn T. Björgvinsson um möguleika á annarri lóð sem fallið getur að þeirra hugmyndum.