Lögð fram sameiginleg greinargerð og árangusrsmat Eldvarnabandalagsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um auknar eldvarnir. Það er niðurstaða slökkviliðsstjóra að verkefnið hafi gengið vel fyrir sig og skilað tilætluðum árangri, hvort sem litið er til eldvarna á vinnustöðum eða heimilum. Slökkviliðsstjóri fann fyrir auknum áhuga á eldvörnum og aukinni sölu á eldvarnabúnaði. Hann segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr með verkefninu og telur að það muni hjálpa mjög til við eldvarnaeftirlit í mannvirkjum sveitarfélagsins. Það er sameiginleg niðurstaða að samstarf Brunavarna Skagafjarðar og Eldvarnabandalagsins hafi gengið vel og samskipti samstarfsaðilanna hafi verið með ágætum. Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri kom á fundinn og fór yfir og kynnti niðurstöðu verkefnisins.
Það er niðurstaða slökkviliðsstjóra að verkefnið hafi gengið vel fyrir sig og skilað tilætluðum árangri, hvort sem litið er til eldvarna á vinnustöðum eða heimilum. Slökkviliðsstjóri fann fyrir auknum áhuga á eldvörnum og aukinni sölu á eldvarnabúnaði. Hann segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr með verkefninu og telur að það muni hjálpa mjög til við eldvarnaeftirlit í mannvirkjum sveitarfélagsins.
Það er sameiginleg niðurstaða að samstarf Brunavarna Skagafjarðar og Eldvarnabandalagsins hafi gengið vel og samskipti samstarfsaðilanna hafi verið með ágætum. Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri kom á fundinn og fór yfir og kynnti niðurstöðu verkefnisins.