Lagt fram bréf, dagsett 4. febrúar 2020, frá Ungmennasambandi Skagafjarðar þar sem fram kemur að í mars næstkomandi verði haldið 100. ársþing UMSS og þann 17. apríl verði félagið 110 ára. Á 100. ársþingi UMSS, áður en formleg dagskrá hefst, verður gestum og kjörfulltrúum boðið upp á mat úr héraði. Á ársþinginu mun UMSS sýna sögu félagsins frá 1910-2020 en sambandið hlaut styrk frá UMFÍ til að safna saman og koma á prent gömlum myndum. Áætlað er að að sýna á fleiri viðburðum í sveitarfélaginu á þessu afmælisári félagsins. Fjöldi gesta á 100. ársþingi UMSS er áætlaður um 70-100 manns. Telma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS, sækir um styrk fyrir hönd stjórnar, að upphæð 150.000 - 350.000 kr, styrkupphæð miðist við fjölda gesta og staðsetningu ársþingsins. Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 250.000 kr.
Fjöldi gesta á 100. ársþingi UMSS er áætlaður um 70-100 manns. Telma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS, sækir um styrk fyrir hönd stjórnar, að upphæð 150.000 - 350.000 kr, styrkupphæð miðist við fjölda gesta og staðsetningu ársþingsins.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 250.000 kr.