Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 902

Málsnúmer 2002015F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 394. fundur - 11.03.2020

Fundargerð 902. fundar byggðarráðs frá 19. febrúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 394. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. febrúar 2020 frá Hoffelli ehf. þar sem fyrirtækið óskar eftir viðræðum við fulltrúa sveitarfélagsins um uppbyggingu nokkurra íbúða á Hofsósi og í Varmahlíð. Þessar íbúðir gætu hentað þeim sem vildu flytja úr stærri fasteignum í minni.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að setja sig í samband við forráðamann Hoffells ehf. til að finna hentugan fundartíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. febrúar 2020 frá leigjendum Austurgötu 11 á Hofsósi, Jóhanni Oddgeiri Jóhannssyni og Grétu Dröfn Jónsdóttur. Óska þau eftir fá fasteignina Austurgötu 11 á Hofsósi keypta að undangenginni skoðun og mati fagaðila á ástandi fasteignarinnar.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra fá verðmat frá fasteignasala á fasteigninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lögð fram tillaga um viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2020. Lagt er til að rekstrarframlag til málaflokks 06-Æskulýðs- og íþróttamál, deildar 06650-Skíðasvæði hækki um 5,4 milljónir króna vegna viðhalds á snjótroðara og uppfærslu miðasölukerfis. Handbært fé verði lækkað um sömu fjárhæð.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 "Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020-2024."Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lögð fram drög að stefnu og framkvæmdaáætlun Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í barnaverndarmálum 2018-2022. Barnaverndarnefnd Skagafjarðar samþykkti drögin á 214. fundi sínum þann 19. desember 2019 og vísaði þeim til afgreiðslu byggðarráðs og Akrahrepps til staðfestingar.
    Byggðarráð samþykkir framlögð drög og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Stefna og framkvæmdaáætlun Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í barnaverndarmálum 2018-2022" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lögð fram áskorun frá fundi skólaráðs Árskóla þann 30. október 2019 til fræðslunefndar, um að fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar beiti sér fyrir því að flýta eins og kostur er hönnun og skipulagi endanlegrar skólalóðar Árskóla, þar sem gert verði ráð fyrir þeim leiktækjum sem skólinn á nú þegar og eru í geymslu á vegum sveitarfélagsins. Þá skorar skólaráð einnig á fræðslunefnd að beita sér fyrir því að haldið verði áfram við endurnýjun á A-álmu skólans. Fræðslunefnd tók erindið fyrir á 151. fundi sínum þann 12. desember 2019 og bókaði svo: "Lögð fram áskorun frá skólaráði Árskóla um að fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar beiti sér fyrir því að flýta eins og kostur er hönnun og skipulagi endanlegrar skólalóðar Árskóla, þar sem gert verði ráð fyrir þeim leiktækjum sem skólinn á nú þegar og eru í geymslu á vegum sveitarfélagsins. Þá skorar skólaráð einnig á fræðslunefnd að beita sér fyrir því að haldið verði áfram við endurnýjun á A-álmu skólans. Fræðslunefnd telur mikilvægt að allir skólar í Skagafirði séu vel búnir og mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir uppbyggingu þeirra. Tekið skal fram að á áætlun ársins 2020 er gert ráð fyrir 3 milljónum króna til skipulags lóðarinnar við Árskóla. Að öðru leyti vísar nefndin erindinu til byggðarráðs. Fræðslunefnd samþykkir einnig að kynna erindið í félags- og tómstundanefnd þar sem óskað hefur verið eftir afstöðu skólaráðs til hjólabrettagarðs við skólann."
    Byggðarráð áréttar að í fjárhagsáætlun ársins 2020 er gert ráð fyrir 3 milljónum króna til skipulags lóðarinnar við Árskóla. Varðandi áframhaldandi framkvæmdir við A-álmu Árskóla verða þær teknar í aðdraganda gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. febrúar 2020 frá Agli Örlygssyni og Efemíu Fanney Valgeirsdóttur, Daufá, þar sem þau gera athugasemdir vegna sölu sveitarfélagsins á jörðinni Borgarey.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagt fram bréf dagsett 11. febrúar 2020 frá Heiðrúnu Ósk Eymundsdóttur og Pétri Erni Sveinssyni, Saurbæ, þar sem þaug gera athugasemdir við sölu sveitarfélagsins á jörðinni Borgarey.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. febrúar 2020 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnarfrumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003,með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. febrúar 2020 frá nefndasviði Alþingis þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, 302. mál.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda eftirfarandi umsögn:
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga.
    Sveitarfélagið Skagafjörður og Akureyrarbær hafa á undanförnum misserum lagt þunga áherslu á að hagkvæmni og samfélagsleg áhrif með tilkomu Tröllaskagaganga verði könnuð til hins ítrasta. Sveitarfélögin sendu m.a. áskorun til stjórnvalda í febrúar árið 2019, þess efnis að þau fjármagni grunnrannsóknir og samanburð á kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum slíkra ganga.
    Fyrirfram er ljóst að með tilkomu Tröllaskagaganga myndi vinnusóknarsvæði á Mið-Norðurlandi stækka verulega og þjóðhagsleg og samfélagsleg áhrif yrðu mikil. Samgöngubót sem þessi myndi styrkja Mið-Norðurland verulega sem raunverulegan valkost við höfuðborgarsvæðið og styrkja svæðið á margháttaða vegu. Eru þá ótalin öryggissjónarmiðin en þau hafa endurspeglast vel í vetur í þeirri tíðu lokun vega sem verið hefur á Mið-Norðurlandi. Má þannig nefna að þjóðvegur 1 um Vatnsskarð hefur verið lokaður í 16 skipti síðan 10. desember sl., þjóðvegur 1 um Öxnadalsheiði í 18 skipti frá sama tíma, Þverárfjall um 24 skipti og Siglufjarðarvegur um 22 skipti. Þess má geta að þjóðvegur 1 um Vatnsskarð og Öxnadalsheiði er í þjónustuflokki 2 hjá Vegagerðinni á meðan Þverárfjallsvegur og Siglufjarðarvegur eru í þjónustuflokki 3, sem skýrir þennan mun á fjölda lokunardaga. Með tilkomu Tröllaskagaganga yrði því unnt að tryggja mun betur samgöngur á milli stærstu þéttbýlisstaða á Mið-Norðurlandi, auka öryggi vegfarenda, bæta öryggi þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, styrkja samfélögin á svæðinu, stækka vinnusóknarsvæði, efla ferðaþjónustu ? og svona mætti lengi halda áfram.
    Öll teikn eru á lofti um að hér sé um að ræða einhverja þjóðhagslega hagkvæmustu
    samgöngubót sem hægt er að ráðast í á landsbyggðinni og því afar brýnt að nú þegar verði hafin vinna við rannsóknir, frumhönnun og útreikninga á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga.
    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson gerir tillögum um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:

    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. Sveitarfélagið Skagafjörður og Akureyrarbær hafa á undanförnum misserum lagt þunga áherslu á að hagkvæmni og samfélagsleg áhrif með tilkomu Tröllaskagaganga verði könnuð til hins ítrasta. Sveitarfélögin sendu m.a. áskorun til stjórnvalda í febrúar árið 2019, þess efnis að þau fjármagni grunnrannsóknir og samanburð á kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum slíkra ganga. Fyrirfram er ljóst að með tilkomu Tröllaskagaganga myndi vinnusóknarsvæði á Mið-Norðurlandi stækka verulega og þjóðhagsleg og samfélagsleg áhrif yrðu mikil. Samgöngubót sem þessi myndi styrkja Mið-Norðurland verulega sem raunverulegan valkost við höfuðborgarsvæðið og styrkja svæðið á margháttaða vegu. Eru þá ótalin öryggissjónarmiðin en þau hafa endurspeglast vel í vetur í þeirri tíðu lokun vega sem verið hefur á Mið-Norðurlandi. Má þannig nefna að þjóðvegur 1 um Vatnsskarð hefur verið lokaður í 16 skipti síðan 10. desember sl., þjóðvegur 1 um Öxnadalsheiði í 18 skipti frá sama tíma, Þverárfjall um 24 skipti og Siglufjarðarvegur um 22 skipti. Þess má geta að þjóðvegur 1 um Vatnsskarð og Öxnadalsheiði er í þjónustuflokki 2 hjá Vegagerðinni á meðan Þverárfjallsvegur og Siglufjarðarvegur eru í þjónustuflokki 3, sem skýrir þennan mun á fjölda lokunardaga. Með tilkomu Tröllaskagaganga yrði því unnt að tryggja mun betur samgöngur á milli stærstu þéttbýlisstaða á Mið-Norðurlandi, auka öryggi vegfarenda, bæta öryggi þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, styrkja samfélögin á svæðinu, stækka vinnusóknarsvæði, efla ferðaþjónustu ? og svona mætti lengi halda áfram. Öll teikn eru á lofti um að hér sé um að ræða einhverja þjóðhagslega hagkvæmustu samgöngubót sem hægt er að ráðast í á landsbyggðinni og því afar brýnt að nú þegar verði hafin vinna við rannsóknir, frumhönnun og útreikninga á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga.
    Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. febrúar 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 29/2020, "Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 24.02. 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. febrúar 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 30/2020, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019". Umsagnarfrestur er til og með 26.02. 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. febrúar 2020 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 35/2020, "Frumvarp til breytinga á áfengislögum". Umsagnarfrestur er til og með 20.02. 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. febrúar 2020 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 34/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna". Umsagnarfrestur er til og með 23.02. 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. febrúar 2020 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 37/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð)". Umsagnarfrestur er til og með 28.02. 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.