Fara í efni

Golfvöllurinn á Hlíðarenda

Málsnúmer 2001118

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 166. fundur - 17.02.2020

Lagt var fyrir nefndina erindi frá Golfklúbbi Skagafjarðar varðandi golfvöllinn á Hlíðarenda en golfklúbburinn fagnar 50 ára afmæli á árinu 2020.
Í erindinu segir m.a. að "Golfvallarsvæðið þarf að vera hluti af útivistarsvæði bæjarins þar sem golf, útivist og ferðamannaiðnaður næðu að sameinast á einu svæði."
Í niðurlagi erindis er óskað eftir því að umhverfis- og samgöngunefnd taki til athugunar að efla golfvallarsvæðið sem útivistarsvæði.
Nefndin óskar eftir fundi með fulltrúum frá Golfklúbbi Skagafjarðar til frekari umræðu.