Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 360

Málsnúmer 1910020F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 389. fundur - 16.10.2019

Fundargerð 360. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 10. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi annars varaforseta, kynnti fundargerð. Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 360 Fundurinn er opinn íbúafundur til að ræða áherslur, stefnu og verklag við mótun nýs Aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð til a.m.k. næstu 12 ára.
    Megintilgangur fundarins er að fá fram fleiri sjónarmið og ábendingar frá íbúum um það sem leggja á áherslu á í mótun nýs aðalskipulags og vekja áhuga á mikilvægi aðalskipulags fyrir þróun samfélagsins.
    Því leitaði Skipulags- og byggingarnefnd til sérfræðinga, hagaðila og almennings til að ræða áherslur og framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið.
    Í inngangsorðum Einars Einarsson, formanns skipulags- og byggingarnefndar fór hann yfir skipulagsferlið, vinnu- og tímaplan og gerði stuttlega grein fyrir niðurstöðum vinnufundar með grunnskólanemendum.
    Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri fjallaði í erindi sínu um íbúaþróun og þörf á nýjum íbúðum.
    Sigurður Árnason og Eva Pandóra Baldursdóttir sérfræðingar frá Byggðastofnun um atvinnuþróun í sveitarfélaginu, stöðu og tækifæri og Guðrún Lárusdóttir, formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga um stöðu landbúnaðar horfur og tækifæri.
    Að loknum erindum frummælenda var sett upp vinnustofa þar sem fundarmenn fjölluðu um þrjú þemu, íbúaþróun og húsnæðismál, atvinnu og landbúnað.
    Skipulags- og byggingarnefnd þakkar þeim mörgu sem tóku þátt í fundinum og frummælendum fyrir fróðleg erindi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.