Skipulags- og byggingarnefnd - 359
Málsnúmer 1910001F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 389. fundur - 16.10.2019
Fundargerð 359. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 10. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi annars varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 359 Sólveig Olga Sigurðardóttir kt. 311273-3109, sækir fh. þinglýstra eigenda jarðarinnar Sjávarborgar II, landnúmer 145955, um heimild til að stofna 3.080 m² lóð úr landi jarðarinnar Sjávarborg II og nefna lóðina Sjávarborg 2a.
Meðfylgjandi er afstöðumynd lóðar Sjávarborgar 2a unnin af Sólveigu Olgu, dags. 02.10.2019. Verknúmer 2019-SB21.
Innan fyrirhugaðrar lóðar er fjöleignahús skráð matshluti 05 og véla/verkfærageymsla skráð matshluti 12 á jörðinni Sjávarborg II.
Yfirferðarréttur að lóðinni verður samkvæmt framangreindum uppdrætti.
Þá er óskað eftir lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Sjávarborg II Landnúmer 145955. Erindið samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 359. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 359 Júlíus Þór Júlíusson kt 160575-4339 sækir f.h. Hoffells ehf. kt. 500118-0670 um lóðirnar nr 1-3 við Sætún á Hofsósi fyrir raðhús. Erindið samþykkt, skipulag- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá skráningu lóðanna.
Bókun fundar Afgreiðsla 359. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 359 Ingimar Jóhannsson kt. 091049-4149 sækir fyrir hönd Sauðárkrókskirkjugarðs, um stöðuleyfi fyrir tveim 40 feta geymslugámum, sunnan við núverandi aðstöðuhúsi í garðinum. Landnrúmer 218111. Ráðgert er, ef stöðuleyfi fæst, að fjarlægja skúrana sem nú standa við norðurhlið garðsins. Stöðuleyfi samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 359. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 359 Arnfríður Jónasdóttir kt. 140853-5349 og Kristján Jónasson kt. 190158-6759 þinglýstir eigendur sumarhúss með nafnið Vorboðinn óska eftir heimild Skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að breyta nafni bústaðarins og lóðarinnar í Skógarsel. Bústaðurinn er á 1 ha. lóð með landnúmer 146186. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 359. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 359 Endurskoðun aðalskipulags og næstu skref rædd. Lokaundirbúningur vegna íbúafundar. Stefán Gunnar Thors sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 359. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.