Stjórnsýslukæra vegna Ásholt
Málsnúmer 1909240
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 358. fundur - 01.10.2019
Fyrir liggur erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála móttekið 23. september sl, stjórnsýslukæra, þar sem kærð er ákvörðun Skipulags- og byggingarnefndar, að fella niður fyrri ákvörðun er varðar byggingarlóðina Ásholt í Skagafirði. Samþykkt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að svara erindinu með greinargerð.
Skipulags- og byggingarnefnd - 361. fundur - 28.10.2019
Fyrir liggur greinargerð Arnórs Halldórssonar lögmanns vegna erindis Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Greinargerðin hefur verið send til úrskurðarnefndarinnar. Ákvörðun Skipulags- og byggingarnefndar frá 348. fundi þann 24. maí sl. er varðar byggingarlóðina Ásholt í Skagafirði var kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.