Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67

Málsnúmer 1909023F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 389. fundur - 16.10.2019

Fundargerð 67. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 25. september 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Ólafur Bjarni Haraldsson og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67 Tekin fyrir styrkbeiðni dagsett 26. ágúst 2019 frá Kirkjukór Sauðárkróks vegna kórferðalags til Kaupmannahafnar.
    Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja kórinn um 200.000 kr.
    Tekið af lið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67 Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Pilsaþyt í Skagafirði vegna saums á kyrtli sem yrði til afnota fyrir Fjallkonu Skagafjarðar á 17. júní dagsett 05.09.19.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 300.000 kr og felur starfmönnum nefndarinnar að gera samstarfssamning við Pilsaþyt um verkefnið.
    Tekið af lið 05712.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67 Lögð fram gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2020. Gjaldskráin er óbreytt frá fyrra ári.
    Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga verði óbreytt frá fyrra ári.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði til að gjaldskránni verði vísað til afgreiðslu byggðarráðs. Samþykkt samhljóða.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67 Tekið fyrir erindi frá safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, Berglindi Þorsteinsdóttur, um breyttan opnunar Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ. Dagsett 28.05.2019.
    Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd ákveður að fresta ákvörðun um opnunartíma Byggðasafns Skagfirðinga og mun jafnframt fara í vettvangsferð og ræða starfsemi safnsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67 Tekin fyrir fyrirspurn Ragnheiðar Halldórsdóttur nefndarmanni um stöðu framkvæmda í varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga dagsett 23.09.19
    Farið var yfir stöðu framkvæmda á varðveislurými Byggðasafnsins er hún eftirfarandi:
    - Eldvarnahurðar munu berast í þessari viku og verður þá farið í uppsetningu á þeim.
    - Lagnavinna vegna brunakerfis er að hefjast en búið er að útvega allt efni og brunastöðin sjálf er einnig klár.
    - Búið er að malbika bílastæði fyrir framan varðveislurýmin.

    Ragnheiður Halldórsdóttir (Byggðalista) óskar bókað:
    Fulltrúi ByggðaLista leggur til að nefndin fari í vettvangsferð að Borgarflöt 17-19 og taki út þær framkvæmdir sem þar hafa átt sér stað síðustu mánuði. Með því geta nefndarmenn og starfsmenn nefndarinnar séð svart á hvítu hver staða húsnæðisins er í raun og veru. Á sama tíma er hægt að fá nánari upplýsingar um hvað veldur þeirri miklu töf sem hefur orðið á framkvæmdum í húsnæðinu og hversu lengi verkið mun tefjast í viðbót. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 (málaflokk 05 - menningarmál) var gert ráð fyrir 5,4 mkr. í húsleigu fyrir 9 mánuði sem nemur 600.000 kr. á mánuði. Nú er kominn september og geymslurýmið enn ekki tilbúið og mun því þurfa að framlengja leigusamninginn. En það hefur verið ljóst síðan í desember 2018 að ráðast þyrfti í frekari öryggisráðstafanir í geymslurýminu vegna starfsemi bifreiðaþjónustu í sama húsnæði. Þær úrbætur sem þörf var á í húsnæðinu voru nokkrar en þó ekki það miklar að verkið ætti að taka eins langan tíma og raun ber vitni. Vettvangsferð mun leiða af sér að hægt verði að leggja raunverulegt mat á stöðu framkvæmda og hvenær verði hægt að hefja flutning munanna.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd er samþykk því að fara í vettvangsferð á helstu starfsstöðvar Byggðasafnsins og skoða starfsemi safnsins heildstætt.
    Bókun fundar Ólafur Bjarni Haraldsson tók til máls og ítrekar bókun ByggðaListans.
    Við viljum ítreka bókun Ragnheiðar Halldórsdóttur fulltrúi ByggðaListans, þar sem hún lagði til að nefndin færi í vettvangsferð að Borgarflöt 17-19 og taki út þær framkvæmdir sem þar hafa átt sér stað síðustu mánuði. Með því geta nefndarmenn og starfsmenn nefndarinnar séð svart á hvítu hver staða húsnæðisins er í raun og veru. Á sama tíma er hægt að fá nánari upplýsingar um hvað veldur þeirri miklu töf sem hefur orðið á framkvæmdum í húsnæðinu og hversu lengi verkið mun tefjast í viðbót. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 (málaflokk 05 - menningarmál) var gert ráð fyrir 5,4 mkr. í húsleigu fyrir 9 mánuði sem nemur 600.000 kr. á mánuði. Nú er kominn september og geymslurýmið enn ekki tilbúið og mun því þurfa að framlengja leigusamninginn. En það hefur verið ljóst síðan í desember 2018 að ráðast þyrfti í frekari öryggisráðstafanir í geymslurýminu vegna starfsemi bifreiðaþjónustu í sama húsnæði. Þær úrbætur sem þörf var á í húsnæðinu voru nokkrar en þó ekki það miklar að verkið ætti að taka eins langan tíma og raun ber vitni. Vettvangsferð mun leiða af sér að hægt verði að leggja raunverulegt mat á stöðu framkvæmda og hvenær verði hægt að hefja flutning munanna.
    Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir, ByggðaLista.

    Afgreiðsla 67. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67 Tekin fyrir til kynningar úthlutuðu aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2019/2020 sem barst nefndinni þann 02.09.2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67 Lögð fram til kynningar skýrsla um ferðamenn í Skagafirði 2010-2018.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að finna leiðir til að afla ítarlegri upplýsinga um komur ferðamanna í Skagafirði en þær sem koma fram í þessari skýrslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.